Sameiningin - 01.05.1948, Blaðsíða 13
Sambininoin
75
staðið og horft á, hvernig búið var um líkama Jesú og' greftr-
un hans. —
Frá þessum stað höldum við milli tveggja voldugra og
hárra, ferstrendra súlna, vestur í hvolf-kirkjuna hring-
bygðu yfir gröf Krists. Hvelfingin mun enn lík í laginu,
hvelfingunni forðum í kirkju Konstantínusar, en súlurnar
eru nú sex fleiri. Upp undir háhvelfinguna mun vera nær
þrjátíu metrum, en þvermál hennar virðist um tveir þriðju
hlutar af þeirri hæð. Sú hvelfingin er miklu meiri en hin.
Hún er opin efst, en yfir opinu er gullin glerhjálmur og
gullin kross. Nú er verið að gera við hvelfinguna, múra hana
og slétta. En þó er hátignin yfir þessu guðshúsi svo mikil,
að við finnum þegar að hér er hið allra helgasta: Grafar-
kirkja og Upprisukirkja í senn. Söngurinn að ofan verður
einnig til þess að auka á helgi stundarinnar. Við -gefum hon-
um meira og meira gaum, og okkur finnst við skilja hann
betur og betur. Hann sameinast kirkjunni allri með einhverj-
um undursamlegum hætti, fer um hana eins og straumur
af lífi, eins og þytur vorsins, þegar það lætur skóginn springa
út. Á gólfinu undir hvelfingunni miðri stendur mjög lítil
marmara-kapella, kapella grafarinnar helgu. Þegar gröfin
fannst, á dögum Konstantínusar, var hún enn klettagröf.
Lét Konstantínus höggva mesta klettinn ofan af henni, en
þó ekki allan, því að þá hefði hún ekki lengur verið kletta-
gröf. Það lítið sem eftir varð af klettinum umhverfis hana,
var löngu seinna — árið 1010 — brotið niður af fjandmönn-
um kristninnar. Þá var múruð kapella yfir staðnum, og
hver af annari, eftir því sem aldir liðu. Sú, sem við höfum
fyrir framan okkur, er frá öndverðri öldinni sem leið, öll
lögð marmara. Þakið er þannig lagað, að hún minnir á
tjaldbúð, og stendur upp úr því lágur smáturn, opinn. For-
dyri er gegn austri, en á Krists dögum voru venjulega for-
dyri að gröfum, og var steinninn fyrir grafarmunnanum
innst í þeim. Þurfti að lúta til þess að geta skyggnzt inn í
gröfina sjálfa. Sitt hvoru megin á kapellunni eru tvö
kringlótt op, og ríkir sú trú, að inn um þau komi eldur af
himni á aðfaranótt páska og kveiki á blysum höfuðbiskup-
anna. Steinarnir á kapellunni eru margir og sléttir, en aðrir
skornir, og birta leikur um hana frá lömpum og kistum. Þó
er íburðurinn ekki svo mikill að hann skyggi á helgi þessa
staðar. Fáeinir háir ljósastjakar úr silfri standa eins og vörð
í tveimur röðum framundan dyrunum. Við göngum á milli