Sameiningin - 01.03.1944, Blaðsíða 11
41
hans og kynningu við hann; en annars ekki kostur, eftir
ferðaáætlun þeirri er fylgja varð.
Þau fáu ár er biskupinn hefir haft með höndum forystu
á kirkjunnar málum hafa verið sérkennileg ár og örlaga-
þrungin. Um stutta stund hafði hann á biskupsstóli setið,
er ísland varð hernumið land; en með hernáminu kom nýr
vandi, ný og áður óþekt straumhvörf, nýtt viðhorf í gjör-
völlu lífi þjóarinnar; gætti þess einnig, og gætir, á sviði hinna
andlegu mála.
Með virkum bróðurhug og innsýni hins praktíska nú-
tíma manns hefir biskupi auðnast að koma ýmsu til leiðar
kirkjunni í hag, svo að hin andlegu mál virðast hafa numið
land hjá íslenzkum safnaðarlýð almennara en fyr hefir
átt sér stað.
Gjafir almennings til kirkna og líknarstarfs eru miklu
almennari en fyr, er það órækt merki aukins áhuga, en
einnig orsakað af auði þeim hinum nýja, er nú á sér stað
hjá íslenzku þjóðinni. Nýr áhugi til framkvæmda í kirkj-
unnar málum er sýnilegur á mörgum sviðum. Biskupinn
hefir beytt sér fyrir því að fá menn til að sameinast um
grundvallar atriði trúarinnar, sem mest er um vert.
En þar á hann einnig ágæta samherja innan kirkjunnar,
svo sem hina þjóðkunnu og ágætu menn, þá prófessorana,
Ásmund Guðmundsson og dr. Magnús Jónsson, er kenna í
guðfræðisdeild háskólans og Reykjavíkur prestana þá dr.
Bjarna Jónsson og vin vorn séra Friðrik Hallgrímsson dóm-
prófast, og marga aðra. Kirkjuráðið er einnig ráðgefandi
og mikilsverður aðili, kirkjunnar málum til honda.
Kirkjublaðið, sem kirkjunnar menn hafði um dreymt,
er nú orðið að virkilegleika, og er það gefið út með
ábyrgð biskups. Með því er mikilsverð tilraun hafin til
þess að bera mál kirkjunnar fram á vettvang allrar þjóð-
arinnar. Sýnilegt er það, að Kirkjublaðið verður áhrifaríkt
til þess að auka safnaðarstarfsemi; nefni eg sem dæmi
fréttir um söngkórana, er nú birtast í blaðinu ásamt mynd-
um af þeim. Samúð biskups er sýnileg með öllu því sem
að vel er gert, ummæli hans um litlu söfnuðina á afskektum
stöðum, um gömlu prestana er hafa látið af störfum og um
öldruðu prestsekkjurnar sýna kærleiksríkan mann. Slík
skilningsrík samúð, á gróðurmagn í sér fólgið.
Eins og flestum mun kunnugt, var Sigurgeir biskup,
prestur í ísafjarðarkaupstað (Eyri, við Skutulsfjörð), um