Sameiningin - 01.03.1944, Page 16
46
Jóns Bjarnasonar er hann las mér eða sýndi. Bréf frá
eldheitum penna séra Jóns fóru aftur heim. Aðrir hafa
gert svipað, hver eftir sinni getu. Svo hefir alt er ritað hefir
verið í blöðum og tímaritum borist á milli. Ekki höfum
við altaf verið sammála. — Það er ekki neitt sérstaklega
íslenzkt einkenni. En enginn skal af því draga þá ályktun að
áhrif hafi ekki borist á milli. Þegar Jón Bjarnason þrumaði
um “Island að blása upp” og íslenzkan níhilismus og Friðrik
Bergmann í eldmóði æskunnar reif strigann á ástandi innan
íslenzku kirkjunnar, kveikti það í mörgum heima. Menn
urðu vondir, en upp úr rótinu kom nýtt líf og áhugi. —•
Þegar aftur á dögum aldamóta guðfræðinnar að ýmsir leið-
togar heima kaghýddu oss hér vestra fyrir þröngsýni og
þekkingarskort, urðum vér vondir — en upp úr rótinu fékk
rétttrúnaður vor nýjan blæ er deilurnar tóku að réna. Eitt-
hvað hafði lærst á báða bóga í því að einblína ekki aðeins
á það er milli ber, svo það hverfi er menn eiga sameigin-
legt, heldur hefja það sameiginlega og meta. Saga hins lifandi
sambands milli kirkju og kristni íslands og vor er að mestu
leyti óskráð, en hún er afar merkileg. Vegna þess lifandi
sambands og sem einn þátt þess, heillum vér komu þína
hingað herra biskup, sem stórmerkan viðburð í sögu vorri.
Að þekkjast er grundvöllur þess að meta.
Síðast en ekki sízt fögnum vér komu þinni til vor vegna
þess ágætis er þú sjálfur hefir til brunns að bera, sem
kirkjuhöfðingi og leiðtogi íslenzkrar kristni. Orð hafði
borist hingað vestur af ljúfmensku þinni og vaxandi vin-
sældum, en sjón er sögu ríkari. Þú hefir komið, séð og
sigrað hjörtu fólksins er á leið þinni hefir orðið. Síðan þú
settist á biskupsstól hefir auðsætt verið öllum er nokkuð
hafa fylgst með að þú hefir viljað tryggja bönd samúðar
innan íslenzkrar kristni. Þér hefir verið ljóst að einungis
þræðir velvildar bera hin heillavænlegustu áhrif á milli.
Að í því efni hefir þú lagt traustan grundvöll og gert
heppilega byrjun, getur ekki dulist. Þá hefir einnig áhugi
þinn og framtaksemi komið ljóst fram. Útgáfa nýs kirkju-
blaðs á liðnu ári undir þinni ritstjórn er einn vottur þeirrar
elju er þú hefir sýnt og sýnir áhuga þinn að efla ekki
“mátulega vel sofandi ríkiskirkju”, heldur vakandi og starf-
andi kirkju er kann að horfast í augu við ástæður og hefir
trú á möguleikum lífsins og mætti fagnaðarerindisins. Vér
trúum því að þú munir eiga þá þrautseigju er f;il þess þarf