Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 7
69
ööru leyti en aö minnast að nokkru fólksins, sem viS vorum meö.
Hópurinn, sem við kyntumst mest, var á leiöinni til kirkjuþingsins
í Kaupmannahöfn. Flest var það- úr austur fylkjum Bandarík-janna,
þó slæöingur væri úr mörgum öðrum ríkjum og þaö alla leiö vestan
frá Kyrrahafi. Margar ungar stúlkur voru á leið til Norðurálfunnar
til að afla sér frekari mentunar í hljómlist eða söng eða til náms
á öðrum sviðum. Margir kennarar voru í förinni sér til skemtunar
og fróðleiks i sumarfríinu. Einnig eitthvað af “Parish workers”—
konum sem gefa sig við kristilegu starfi innan vébanda ákveðinna
safnaða og eru í þjónustu þeirra. Svo fáeinar prestskonur á ferð
með mönnum sínum til kirkjuþingsins. Mjög voru þær í minni-
hluta boriö saman við prestana og fann ég til þess að ég var sér-
staklega lánsöm að vera í 'hópi hinna fáu. Mér fanst það mikill
fengur aö kynnast þessum konum úr ýmsum deildum kirkju vorrar,
sem allar áttu sameiginlegt að vera af áhuga með i kirkjulegu og
kristilegu starfi. í öllum þessum deildum eiga konurnar og félög
þeirra mikinn þátt í að bera uppi starfið, ekki einungis heima í söfn-
uðunum heldur líka hið almenna starf kirkjunnar. Áhugamál
þeirra voru fjölbreytt, þó trúboð og líknarstarf virtust sitja í fyrir-
rúmi. Þessar konur höfðu mikinn hug á því að kynnast íslandi
og íslenzkri kristni og varði ég einni kveldstund eftir beiðni þeirra
til þess að segja þeim frá kirkju vorri og þjóð eftir því sem ég gat
bezt. Það sem mér fanst einkenna þessar konur kirkjulega var að
sjóndeildarhringur þeirra var ekki takmarkaður við starf heimasafn-
aðarins, þó það vitanlega lægi þeim á hjarta, heldur líka höfðu þær
vakandi áhuga fyrir 'hinu almenna starfi kirkjunnar. í þessu efni
fanst mér að við íslenzkar kirkjukonur og félög vor hefðum mikið
af þeim að læra. Þungamiðjan í funda og þingstarfi þessara fél-
aga er að glæða áhuga fyrir kirkjulegum og kristilegum starfsmálum
og hugsjónum og leggja þeim lið peningalega og á annan hátt.
Ein merkasta konan sem ég kyntist var Mrs. Kaehler frá Buffalo.
Er hún kona dr. Kaehler, sem um langt skeið ihefir þjónað einni
stærstu lútersku kirkjunni í þeirri borg og er einn af mætustu mönn-
um í United Lutheran Church. Mrs. Kaehler er skozk að ætt og
nú á áttræðisaldri. Enn með óskertu andlegu fjöri og áhuga. Eftir
hálfrar aldar blessunarríkt starf er hún föst í þeirri sannfæringu að
án áhuga fyrir útbreiðslu guðsríkis — það er áhuga fyrir því að
útbreiða áhrif Jesú Krists í orði og verki — sé hver söfnuður and-
lega dauður. Að slíkur einlægur áhugi sé metinn, bar það vott um
að þessi Iheiðurshjón voru kostuð af söfnuði sínum til þingsins í
Kaupmannahöfn.
Annari konu kyntist ég, sem er forseti sambands kvenna innan
Ohio sýnódunnar. Er það fremur samband einstaklinga en félaga.
Þar sem margar konur, er tilheyra þessu sambandi, búa í sama ná-
grenni, myndast gjarnan deild, en þó engin deild sé, geta einstakling-