Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1930, Qupperneq 29

Sameiningin - 01.03.1930, Qupperneq 29
91 Riddari, einsetumaður og maður Saga eftir Thomas S. Arthur Riddarinn Guy de Montfort var eins ágætur riddari og' nokkurntíma hefir lagt spjóti e'ða'sveiflað glampandi stríSsöxi. Mörg göfug og veg- lynd einkenni prýddu hann, en því miður bar skugga á þau frá þeim einkennilega iblóðþorsta sem auðkendi öld 'þá er hann lifði á — öld þegar “elskið vini yðar og—hatiS óvini yðar” kom í staö: “Elskið óvini yðar, blessið þá sem yður bölva, gerið þeim gott sem hata yður og biðjið fyrir þeim sem rógbera yður og ofsæ'kja.” Tíu riddarar jafn ágætir og Guy de Montfort og prýddir sömu göfugu og veglyndu einkennum höfðu fallið fyrir hreysti hans og yfirburðum. Fyrir þetta naut hann aðdáunar og broshýrs viðmóts hinna fögrustu ikvenna hvar sem leið hans lá, og skáldin sungu um hreysti hans í veizlusölum og mannfundum. Við burtreið er haldin var í iheiðurskyni er dóttir konungsins giftist, skoraði de Montfort til einvígis hvern er hug hafði til. í tvo daga tók enginn þessari áskorun þó þrisvar væri (hún borin frarn af kallara. Á þriðja degi reið ungur og óþektur riddari með' luktan hjálm inn fyrir grindurnar og bauð sig til atlögunnar. Grannur -vöxtur, limaburður og alt útlit benti til þess að hann væri ekki jafn- oki de Montforts — og þannig reyndist Iþað. Riddararnir riðu saman og við fyrstu atreið lagði Guy spjóti sínu gegnum Ibrjóstverju hins unga og hugrakka riddara og hæfði hann í hjartastað. Er hann féll til jarðar, fór af honum hjálmurinn og yfir ásjónu og herðar steyptist flóð af Ijósu, hrokknu hári. Fljótt barst sú furðulega frétt frá einum til annars og gagntók hugina, að hinn ungi riddari er fallið hefði fyrir köldu stáli de Montforts væri ungmær og það engin önnur en hin fagra og hug- rakka Agnes St. Bertrand. Nokkrum mánuðum áður ihafði faðir hennar fallið í einvígi við Guy, sem skorað hafði honum á hólm. Konungurinn bauð að burtreiðin skyldi hætta, og glæsilegir ridd- arar og glaðværar hefðarkonur snéru til ferðar með alvarlegri hug en að heiman var farið. Einn í kastala sínum gekk Guy um gólf með hröðum skrefum og á honum hvíldi alvarlegt augnaráð forfeðra hans frá veggjunum. Engill miskunseminnar var nær honum en í fjölda mörg ár og talaði greinilega til hjarta hans —• því nú snérist hugurinn ekki urn hann sjálfan. Spurningin sem kom fram í huga hans og gerði honum órótt, var ihonum ný: “Til hvers er þetta?” Hann hafði deytt St. Bert- rand — en hvers vegna ? Til að auka á ný frægð sína sem hug- rakkur riddari. En var það þess vert sem lagt var í sölurnar?

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.