Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 16
78 lenda út í leiSindi og iðjuleysi — iSjuleysið, sem er eitt af verstu meinum mannanna. Eg stend í iþeirri meiningu, aS viS leggjum ekki nærri nóga áherz-lu á aS læra aö þekkja 'börnin okkar. Oft grenslumst viS alls ekki eftir, hvort þau hafi nokkra sérstaka hæfileika, til aS bera, sem glæöa mætti og þroska, svo orðið gæti eigandum aS ómetanlegu gagni. ÞaS var íslenzkur fjölskyldu faSir í Winnipeg, sem fyrir mörgum árum opnaSi augu mín fyrir þessu. Hann sagSi eitthvaö á þessa leiS: “Eg vildi óska, aö ég gæti hjálpaö hverju einasta barninu mínu til aS hafa eitthvert “hobby,” eitthvaö þaS, aS starfa sér til gagns og gamans, i frístundum sínum, sem þaS hefSi helzt hæfi- leika til. Þá er ég viss aö ég þyrfti aldrei aö eyöa kvöldunum í kvíöa yfir hvar ibarniö mitt væri aS slæpast, í þaS og þaö skiftiS.’’ Þetta eru viturleg orS, og alveg í samræmi viS ummæli eftir Boy Scout Master nokkurn, sem ég ihefi nýlega lesiö. Hann segir: “MaSur má vera nokkurn veginn óhræddur um aö drengurinn, sem er sí-starfandi, lendi í glapstigu.” Þessi hugsjón vakir sýnilega fyrir félögum þeim og skólum, sem hafa samtök um aö koma á í Grand Forks nú á næstunni, einskonar iönsýning fyrir drengi. Skal þar sýna vinnubrögö unglinga í þrem flokkum eftir aldri, svo aö smíöisgripir er feöur og synir gera í samvinnu. Er sýning þessi nefnd “Hobby Fair.” Margt er þaö, sem vert er aS leiöa börnin til aö taka sér fyrir hendur. ÞaS er nú til dæmis sönglistin og hljóSfæraslátturinn, sem hvorttveggja má telja til mannkynsins öflugustu menningartækja. 'Þ'á má nefna hvaSa aSrar fagrar listir sem vera viil, lestur góöra bóka, handvinnu af ýmsu tagi fyrir stúlkur, stníSar og því um líkt fyrir drengi, blómarækt, garörækt, og fleira, og síöast en ekki sízt hverja þá VINNU, sem er viS þeirra hæfi, og sem má aS gagni koma. Ekki er aS búast viS aS börn yfirleitt séu fær um aS sjá sér farborSa í neinu af þessu. Þau þurfa uppörfun og leiöbeining. En á því er engin efi, aö þeim stundum, sem foreldrar legöu í slíka samvinnu meS börnum sínum væri vel variö, jafnvel þó eitt- hvert meira eSa tninná nauSsynlegt verk yrSi ofurlitiö á hakanum. í slíkum samvinnustundum gæifist foreldrum óvenjulega gott tæki- færi aS kynnast börnunum sínum, aö leiörétta ýmsan rangan hugsun- arhátt, og aS tengjast þeim reglulegu vináttuböndum, IjæSi sjálfum sér og þeim til gagns. Tíminn leyfir ekki aö hér sé fariS lengra út í þetta mál. Þó er eitt atriSi, sem mig langar aS taka fram, aS endingu, og þaS er þetta: ViS foseldrar verStim aö gjöra okkur grein fyrir því, aS viS ihöfum á hendi þaö háleitasta verk, sem til er, þaS áö veita ungurn barnslífum skilyrSi ti-1 aS þroskast á sem allra fullkomnastan hátt, bæSi til likama og sálar. ÞaS er sáffverk, sem aS gefa af sér blessun og vellíSan í þessu lifi, og bera ávöxt til eilífs lífs. Þetta verk

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.