Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 32
94 sjúku og deyjandi. Brátt 'kom hann út aftur meö sofandi barn, er hann hafði fundið í faðmi látinnar móður. Þáð lýsti af rólegu, helgu brosi á andliti ihins ókurína manns, er hann leit á saklaust barnið áður en hann fékk það öðrum. Þeir er sáu það bros sögðu í hjarta sínu: “Sannarlega úttekur hann sín laun.” í fleiri viikur grúfði drepsóttin með dökkum vængjum yfir hinni auðnulausu borg. Altaf var hinn ókunni maður á ferð frá einu húsi til annars. Hann hagræddi hinum deyjandi, svalaði þorsta hinna þjáðu og bar út úr borginni þá, sem einhver von var um að1 bjarga. En þegar “drepsóttin, er reikar í dimmunni og geysar um hádegið” var liðin hjá vissi enginn hvað af honum hafði orðið. í mörg ár stóð kastali de Montforts húslbórídalaus. Riddarinn hafði horfið og enginn vissi hvert. Loks kom hann aftur, ekki á brynjuðum gæðing og með alvæpni eða með því drambi sem miklar sig af vígum og blóðsúfchellingum — ekki heldur sem guðhræddur einsetumaður úr klefa sinum, heldur sem maSur, er kom úr borginni frá þvi að gera góðverk meðal sjúkra og deyjandi. Hann kom til baka til að1 taka við yfirráðum aftur yfir kastala sínum hinum mikla og víðum lendum, ekki sem riddari, heldur sem maður, ekki til þess að mikla sig af uppihefð sinni eins og áður, heldur til að nota það sem Guð hafði gefið honum til að gera með- bræður sína vitrari, betri og sælli. Hann hafði verk að ynna af hendi og ihann var trúr í því að rækja það. Hann var ekki lengur riddari að leita sér frægðar fyrir dýrslega hugdyrfð. Hann var ekki lengur iðjulaus einsetumaður, sem hlýfði sér á starfsviðum lífsins. Hann var maður, er ynti af hendi sanngöfug verk meðal bræðra sinna, ekki hryðjuverk heldur verk er sýndu siðferðilegt ihugrekki á öld þegar hinn sanni tilgangur lífsins var i fyrirlitningu hjá þeim er hefðarstöður skipuðu. Þarna var hinn hugrakki riddari, hinn guðhræddi einsetumaður og maður, en þeirra var maðurinn mestur. —Þýtt af K. K. Ó. Kvittanir Innkomið í Heimatrúboð'ssjóð 25. ág. 1929 til 20. mars 1930 Gimli söfnuður, $5.00; Árnes söfnuður, $3.55; ísl. í Piney, $15.00; Kvenfélagið “Tilraun,” Hayland, $10.00; Gimli söfnuður, $3.71; Víðines söfnuður, $4.10; Péturs söfnuður, $4.91; Isl. í Brandon, $19.75; Isl. í Poplar Park, $8.56; ísl. í Oak Point $2.15; Isl. í Piney, $15.00; Pembína söfnuður, $5.00; Immanuels söfnuður, Wynyard, $6.00; Árdals söfnuður, $32.50; Frelsis söfnuður, $15.00; Kvenfélag Frelsis safnaðar, $10.00; Sunnudaga skóli Frelsis safnaðar, $5.00; Þrenningar söfnuður, $10.00; Bræðra söfnuður, $6.05; ísl. í Keewatin, $11.60; Kvenfélag Melankton safnaðar, $10.00; Péturs söfnuður

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.