Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 13
75 séu ytri lífskjör þeirra ekki glæsileg. 1 mörgum torfbæjunum ís- lenzku veröa fyrir manni sann-mentaðar konur, sem auk þess aS annast heimili sín og stóra barnahópa, fylgjast meö í bókmentum og áhugamálum þjóöar sinnar — og sumar leggja fram myndarlegan skerf til bókmenta sjálfar. Kinnig er kunnugt að félagsleg samtök eru sífelt að aukast meðal þeirra og sambönd íslenzku kvenfélaganna eru í stööugri framför. Kúsmæðraskólum er stöðugt að fjölga og heimilisiðnaður er á ný að færast í vöxt. Kristjana Pétursdóttir, er undanfarandi hefir verið forstöðukona kvennaskólans á Blönduósi en nú hefir tekið að sér hinn nýja húsmæðraskóla á Litlu Laugum í Reykjadal, sagði mér að það væri metnaður á fjölmörgum heimil- um að vinna og vefa sem allra mest af því sem fjölskyldan þarfnað- ist. Eigi ísland margar forstöðukonur kvenna eða húsmæðraskóla henni líkar, er þeirri hlið þjóðlífsins vel borgið. Mikinn þátt munu íslenzkar konur eiga í þeim aukna áhuga fyrir trúboði, sem er að ryðja sér til rúms á Islandi. Dvöl Ólafs trú- boða og konu hans þar nýlega gaf því starfi byr undir vængi. En æðsta hlutverk konunnar er barnauppeldið og þar einnig munu íslenzku konurnar ynna af hendi hlutverk sitt með sóma. Þó víða í sveitum sé hinn fasti kenslutími stuttur, bera börnin þess vott að þau eru vel þroskuð andlega yfirleitt, og vel að sér. Stafar það efalaust af áhrifum frá fullorðna fólkinu og þá ekki sízt mæðrunum. josephine Baskatn Bacon hefir nýlega ritað’ grein í “North American Review’’ þar sem hún stingur á ýmsurn göllum i meðferð barna vorra, telur þau ekki fá að þroskast eðlilega, að i þau sé reynt að troða of miklu af þvi sem þau ekki eru móttækileg fyrir, og að þau ekki séu nóg með fullorðna fólkinu. Mér datt í hug er ég las þetta að hvergi væri við þessum annmörkum séð, ef ekki á íslenzkum sveitaheimil- um. Hin betri þeirra munu veita heppilegri skilyrði til að þroska unglinga eðlilega og óþvingað og vekja hjá þeim sívakandi þekk- ingarþrá en yfirdrifin skólaganga, sem oft vekur ólyst á öllu bók- legu. Þessir unglingar iþegar þeir vaxa upp eiga það einkenni að kunna að meta og njóta þess, sem lífið hefir að bjóða af verðmæt- um, en ekki að vera haldnir af lífsleið. Dvölin öll á íslandi skyldi eftir hjá mér hinar ljúfustu endurminningar. Eg hefi hér nefnt örfátt en vitna að öðru leyti í erindi mannsins míns. Þau af ykkur sem ætla til ættjarðarinnar á komandi sumri eigið í vændum ánægju- lega og uppbyggilega dvöl þar, því ég er þess fullviss að þið eigið það skilyrði til að meta það sem fyrir ykkur verður, sem í því er fólgið að vilja setja sig með skilningi inn i ástæður og anda þjóð- lífsins. Viðtökurnar allar heima gerðu mér heitt um hjartaræturnar og ekki sízt það að hitta margt gamla fólkið, sem þekt hafði foreldra mína og verið í vináttu við þá. Og ég trúi ekki öðru en að fyrir mörgum fari eins og mér að þá dreymi nokkuð oft ísland eftir að’ hafa komið þangað.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.