Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 8
70 arnir tilheyrt félagsskapnum eins fyrir því og borgað ársgjald, svipaö til dæmis eins og tíðkast í “rauöa kross” félaginu. Þaö sem tengir félagiö saman er áhugi fyrir sömu málefnum. Hefir þessi félags- skapur til dæmis í eitt sinn gengist fyrir því aö fá St. Ólaf kóriö til Toledo, Ohio, og hepnaðist þaö svo vel aö peningalega bar kven- félagiö úr býtum $1000 sem ágóöa. Mér fanst aö þetta félag starfa undir fyrirkomulagi, sem aö ýmsu leyti fyndi svara ástæöum hjá okkur íslendingum. Þó heil kvenfélög gangi ekki í samhandiö, geta einstaklingar er hug hafa á því veriö meö. Og margar af okkar ágætu konum, sem búa fjarri íslenzkum bygöum og félagsskap, en eru meö í anda, gætu þannig veriö í félagsskapnum og stutt hann. Þó ársgjaldiö væri ekki nema 50c gæti þannig komiö saman álitleg upphæö til stúönings góðum málefnum. Niöurstaöan sem mér viröist alt þetta styöja, er að lífæðin í öllu kristilegu starfi kvenna og kvenfélaga sé kærleikur til kristi- legra hugsjóna og áræði í starfi. Seinasta kveldiö á skipinu vorum viö á Eystrasalti. Það var fagurt og yndislegt sumarkveld. Sólsetrin þegar svona er komið norðarlega eru oft óviðjafnanlega fögur. Svo var iþað í þetta sinn. Allir höfðu safnast saman upp á þilfari til að sjá sólina hverfa í hafið. Um leið og hún gekk undir byrjaöi einhver sálminn “Abide With Me” (Ver hjá mér, herra, dagur óðum dvín), og tóku allir undir. Svo var sunginn sálmurinn “Sun of My Soul, Thou Savior Dear” og margir aðrir alkunnir sálmar. Þaö var hrifning í huga allra og sambland rnargra tilfinninga — þakklæti fyrir góða ferö, lotning fyrir dýrö Guðs í náttúrunni og honum, sem ihana hefir skapað, tilhlökkun áð fá að sjá ný lönd og þjóðir og helg ró og friður. Mun sú stund seint úr minni líða. Kaupmannahöfn er fögur borg og vel haldin, er telur um þrjá fjórðu úr miljón íbúa. Meðan við dvöldum þar stóð kirkjuþingið yfir og við sáum borgina aðallega sem umgjörð þess. Hefir þegar verið frá því skýrt. Danir eru frábærlega prúð og kurteis þjóð og sýndu við þetta tækifæri þá gestrisni sem þeir eru annálaðir fyrir. Eru þeir ágætir matreiðslumenn og kunna auðsjáanlega mæta vel að njóta gæða lífsins. Klæðnaður er að verða svo svipaður hjá flestum þjóðurn, að i því efni tekur maður eftir litlum mun er mað- ur ferðast frá einu landi til annars. Okkur konunum frá Ameríku fanst danska kvenfólkið vera vel klætt og smekklega og vera lát- laust í framkomu. Ekki bar þar á kventegund þeirri, er hér í Am- eríku nefnist “flappers.” Og öllum ibar saman um að hvergi 'hefði þar sézt kvenmaður með málað andlit. En hvergi á ferðalagi okkar sáum við kvenfólk almennara reykja en í Kaupmannahöfn. Margir skilja þar eitthváð í ensku eða tala hana ofurlítið, þó stundum geti farið eins og í samkvæmi sem borgarstjórinn hélt þing-gestum í ráðhúsi borgarinnar. Borgarstjórinn bauð gestina velkomna á ensku,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.