Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 21
83 Hvar á konan heima? Eftir frú Lenu Thorleifson Hvar á konan heima? Alstaöar. Alstaöar þar sem ihennar hæfi- leikar, hennar kjarkur, hennar líkamleg' þroskun leyfir henni aö vera. Samhliða manninum, — sem jafningi hans, má hún vera hvar sem er, svo framarlega sem hún vanrækir ekki nau'ösynlega þær skyldur, sem æfinlega, meðan heimurinn er viö lýöi, hvíla 4 henni; þær skyldur, sem eru helgustu skyldurnar, og snertir hjá flestum konum það blíöasta og ihjartnæmasta, sem þær eiga til, það starf sem húsráöandi og móðir. Þar kemur að því sem frá upþhafi hefir verið talið og enn er hjá fáeinum talið einkastarf konunnar: heimilið. Já,—en nú ætla ég að sjá hvað1 breiðan sjóndeildarhringinn ég get gert, með því að draga móðurina eða konuna út frá heimilinu, svo að lífið geti orðið henni meira tilbreytilegt, börnunum og eigin- manni uppbyggilegra, og nágrönnunum samvinnulegra. Er það rangt af konunni að taka sig meira og meira frá þeirri heiðarlegu og heilögu stofnun sem hefir glatt og þerrað tárin litlu sakleysinganna, þroskaða ungdómsins og stundum fullorðnu hetj- anna, þegar andstæður lífsins sóttu of hart að. Ó, hvað lengi, ár frá ári, öld frá öld, heimilið hefir verið friðarhöfn og sæluríkur hivíldarstaður! Og hversu margir miklir menn þakka innilegu og ástríku uppeldi fyrir iþá stöðu sem þeim hefir hlotnast i lífinu! Ekki vildi ég sjá að heimilisáhrifin breyttust, — heldur það, að hvar sem heimilis áhrif eru góð, að þau geti náð út fyrir veggina, og náð til nágrannanna — til héraðsins í heild sinni, — út frá því svo til stærra umhverfis, — um landið þvert og langt, og út um allan heim. MaSurinn er ihöfundur ríkisins, og þegar þörfin hefir kallað, þá hefir ihann fleygt öllu frá sér og lagt lífið í sölurnar að bjarga föður- landinu úr höndum óvinanna. Konan ein er ekki höfundur heimilis- ins. Þar ríkir maðurinn líka. Konan og maðurinn hlið við hlið hafa altaf stjórnað því litla riki, og konan ekki minna en maðurinn. Maðurinn er höfundur rikisins, en úr þvi samvinna á heimilinu er góð og áhrifamikil, því er þá ekki samvinna æskileg á öllum stöð- um lífsins ? Því hefir ekki konan verið látin hjálpa til á ýmsum opinberum sviðum svo sem: á vegum réttvísinnar við löggjöf, — á sviðum millilanda viðskifta og annarsstaðar ? Selma Lagerlöf, merkishöfundur og kvenfrelsishetja, sagði í einum sínum áhrifa- miklu fyrirlestrum: “Ef að ríkið á nokkurntíma að ávinna sér þá virðingu sem er samsvarandi áhrifum heimilisins, þá verður konan að kynna sér alt og taka þátt í öllum málum. Sú höfuðstofnun, rikið, — verður aldrei fullkomnað af manni fyr en að i allri alvöru hann tekur konuna sem samverkamann.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.