Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 28
9.0
1. Spilti góövilja milli þjóðanna.
2. Skemdu samvinnu milli ríkjanna.
3. Væru algerlega ólögmætir peningar.
4. Væri þvert á móti Canada-lögum.
5. Væri ekki heiöur Canada þjóöarinnar meira viröi en $9,-
000,000 ?
6. Bað hann að lög yröu samin sem bönnuöu þetta algerlega.
Séra Kerr, prestur Augustine kirkjunnar, nýkominn frá Van-
couver, flutti mjög ákveðinn fyrirlestur um ástandið i B. C., sem hefir
nú stjórnar áfengissölu, eins og er í gildi hér í Manitoba. Áleit
hann ástandið hið hörmulegasta. Lýsti hann þar ungum manni einum
sem ekki gerði sér neina meiri eöa hærri kröfu til lífsins en ef hann
gæti sómasamlega séð fólki sínu borgið, en drekka—drekka—drekka.
Eins sagði hann frá lítilli stúlku sem þoröi ekki að skrifa sig á bind-
indisskrá kirkjunnar af því að allir heima drykkju og hún vissi ekki
hvað lengi hún gæti varist sjálf. Dómari einn, þegar hann var
spurður að því, hvaöa áhrif áfengi hefði á misgjöröir í fylkinu,
sagði aö óhætt væri að fullyrða að 90 prósent af öllu sem kæmi fyrir
hans dómstól væri að meira eða minna leyti áfengi að kenna.
Lögmaður einn frá Nova Scotia var spurður að hvenær fylkið
myndi lögleiða ellistyrk. Kvað hann það myndi verða undir eins og
stjórnin fengi leyfi hjá fólkinu að selja áfengi.
Áfengissala B. C. nam á síðastliðnu ári $20,617,000.
Skýrslur sýna að í New York af hverjum 10,000 innbornurrt
eru 13.6 sem komast undir mannahendur fyrir misgjörðir, en í B. C.
eru það 71 af hverjum 10,000.
Óeðlilegt þótti séra Kerr að stjórnin héldi uppi þeirri verzlun
sem einstaklingar eru sektaðir fyrir.
Sýndi saga kirkjunnar að frá fyrstu tíð hefir álit hennar á
áfengi verið að breytast svo nú vill hún ekkert með það hafa. Þræla-
hald er alveg afmáð. Verið er að gera hernað útlægan og áfengið
þarf og verður að hverfa bráðlega.
Þingið ákvað að leggja sitt til með Ontario-stjórninni að vinna
að algerðu vínbanni um alt ríkið. Bað þingið Manitoba-stjórnina.
að loka bjórstofum sínum á sama tíma og aðrar viðskiftastofnanir.
Síðan var farið út í peningamál fyrir næstkomandi ár. Ákveðið
var að leggja til $10,000, $250 frá hverju kjördæmi en $2,500 frá,
Winnipeg, til þess að halda skrifstofu og embættismann og þjóna
til hjálpar þessu verki á næsta ári.
Varaforseti, séra R. Craig, flutti stutta tölu, og sagðist álíta,
að langt yrði stríðið við þetta ofurefli fyrst stjórnin bygði University,
Hospital og svoleiðis á tómum bjór kútum.
Skrifstofa Manito'ba League Against Alcoholism er: 610 Avenue
Building, Winnipeg. Starfrækslumaður félagsins er Dr. O. Coleman.