Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 23
85 af krafti einstaklingsins, svo aS hvenær sem ein kona gengur í góöan félagsskap — og öll félög hafa þaS augnamiS aS gera eitthva'ð gott — þá er hún einn meiri hlekkur til styrktar, til aö hrinda áfram áhuga- og alvörumálum. ÞaS er ekki hér meS sagt, aö þessar miljónir kvenna, sem standa sem eitt í Bandaríkjunum, í Canada, í Evrópu og alstaöar, ætli sér að drífa sig efst á ‘blað, — víkja mönnum frá, og taka við stjórn. Nei, og langt frá þvi. En þegar miljónir kvenna gefa sitt álit á einihverju og leggjast á eitt, þá hlýtur það að vekja eftirtekt, svo að þeirra óskir eru teknar til greina. Fremur nú en nokkru sinni áður, er þörf á að allir setji sér það, að standa á móti stríði. 10. janúar voru tíu ár síðan “League of Nations” var stofnað. Það var fundur ihér í Winnipeg þann dag, og komu þar fram ýmsir leiðtogar, sem voru eins og erindsrekar fyrir stórfélög. Eg minnist bara á stór merka konu, Mrs. Speechly, sem þar talaði, og með fleirum lofaði að það stóra félag, “Women’s Can. Club,” skyldi taka það á sina dagskrá, að stuðla alt sem mögulegt væri að friði. Þetta þurfum við að gera, fyrst í okkar litla félagsskap heima, og svo hérna, og svo hrinda áfram okkar áætlunum til lúterska Kvenfélagsins í Ameríku. Svoleiðis geta áhrif kvenfólksins náð frá hafi til hafs, og úr einni álfu til annara. Alheims friður er áríð- andi málefni. Mörg spor 'hafa verið stigin til að fullkomna veraldar- frið, svo sem League of Nations, Hague Tribunal, Locarno Treatv, Kellogg Pact (og það skilst mér á ritgerðum sé áhrif kvenfólksins að þakka) — og núna síðast “The Five Power Naval Conference.” Hingað til hefir stuðningur kvenna verið að mestu leyti tilfinninga- áhrif, en nauðsynlegt er að nú séu tekin merkilegri spor. Ef góðar merkiskonur eru fáanlegar til að vera með í stjórnmálum, þá yrði það meiri hjálp, en bara að láta í ljósi tilfinningarafl á móti eða með eirihverju málefni. Til þess að þetta geti nú verið að nokkru gagni, þá verðum við allar að kynna okkur veraldleg mál, —- atvinnuvegi, æðri stöður, mentamál, öll kristileg mál, því kristindómurinn er undirstaða alls siðferðis. Mér dettur í hug grein, sem ég las um daginn. “Going to Sohool for Peace,” skrifuð af Mr. W. Irving um kirkjuþing, sem var haldið í Vassar College, þar sem nokkur hundruð erindsrekar frá mismunandi kirkjufélögum og af nokkrum þjóðum mættu, héldu til í viku og voru eins og á skóla. í>ar sagði ein kona frá því, hvernig hún hefði yfirstigið þjóðarríg, með því, að heimsækja konur af öðrum þjóðum og sjá frá þeirra hlið. Þarna kemur fram merkilegur punktur, sem við ættum allar að reyna á okkar heimilum, í okkar héruðum — að sjá frá þeirra sjónarmiðí. 'Þá væri meiri friður, minni misskilningur, og umburðarlyndi eftir- tektarvert. I Altaf sér maður í blöðunum hvar einstaka kona er komin i stjórnarstöður, bæði í Kanada og á Englandi, ög öllum löndutn Evr- ópu. .Fyrir fáeinum vikum kom. mynd af Mrs. MacDouald. íyrstu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.