Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 27
89
til að starfa. Hvér kona sem kemst áfram sem ieiðtogi í einhverju,
má ekki fyrirgera þeirri virðingu, sem hún hefir áunniö sér í fyrstu,
en rækta meir og meir þá hæfileika, með því að nota lægni, ráð-
vendni, gláðlyndi, hjálpsemi, og með persónulegu aðdráttarafli.
Frá bindindisfundi
Bftir frú HaUdóru Bjarnason
Þing Manitoba League Against Alcoholism setti forseti, Dr.
Brown, í Grace kirkju kl. 2 fimtudaginn 6. febrúar. Á eftir bæn, er
séra Richmond Craig flutti, bauð forseti erindisreka þingsins vel-
komna og skýrði ástandið í fylkinu síðan stjórnarsala á áfengi hófst.
Gat hann þess að í einni af .bjórstofum bæjarins hefðu verið seld
10,000 glös af bjór á aöfangadag jóla í vetur. Margir af þessurn
viðskiftavinum drykkjustofanna kæmu svo seinni part vetrar og bæðu
um opin'beran styrk til þess að halda í sér og sínum lífinu.
Séra Coleman, starfrækslumaður félagsins, gat þess hve mörg
slys yrðu fyrir ofnautn áfengis út um land sem aldrei kæmu í blöðum
fyrir almenningssjónir. Gat hann um einn mann hér í einum smábæ
fylkisins sem al-ódrukkinn fór út í bíl til að hjálpa einhverjum, sem
í drykkju-æði hafði steypt um sínum bíl, en áður en hann komsf
alla leið, keyrði annar drukkinn maður hans bíl um og beið drukkni
maðurinn bana af samstundis.
Þingið gerði ákvæði um að vínna a~f alefli að því að fá Local
Option 1931, þá er bjórstofurnar hafa staðið í fyrstu þrjú árin. Héldu
þingmenn að mörg umdæmi yrðu því fegin.
Lýsti þingið velþóknun sinni yfir aðferð þeirri er stjórnin heíir
tekið í mentamálum, það er að segja ritgjörðir sem settar hafa verið
í skólabækur um vín, og kenna börnum óheilnæmi áfengisins og eins
yfir því hvernig lögreglunni tekst að framfylgja Liquor Act. Það
er að ná í “bootleggers” svokallaða og allt þess háttar.
Ákvað þingið að 'biðja stjórnina að afmá allar áfengis auglýsing-
ar úr almennum blöðum af iþví að það væri sjálfu sér ósamkvæmt að
kenna börnum í skóla banvæni áfengsins en fegra það og gilla í
opinberum blöðum.
Lýsti þingið óánægju sinni yfir því að þjónar stjórnarinnar
fengju laun sín úr þessum illa fengnu áfengispeningum, og eins hve
kænlega þeir embættismenn, sem þessu ráða, haga því, að einmitt
þessu fé sé dreift um alt, til hjálpar öllum stofnunum svo sem 15 pró-
sent til sjúkrahúsa, 10 prósent til mentastofnana, 10 prósent til launa,
þjóna hins opinbera, o. s. frv.
Vanþóknun sinni lýsti þingið yfir svokallaðri Rum Running eða
áfengissmyglun til Bandaríkjanna. Las dr. Coleman bréf sem hann
sendi Mr. McKenzie King frá félaginu. 1 því benti hann á þetta.