Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 10
72
andi. Þessi litla fjall-lendis þjóö er ekki auðug, en ihún foýr við þá
auðlegð fegurðar í náttúrunni, sem tæpast á sinn líka. EitthvaS af
hinum hreina svip fjallanna, setur “heimalands mót” á fólkið, sem
þar býr. Það er mjóg látlaust og geðþekt og býr við mjög óbrotin
kjör. Þar sáum við unnið að heyskap mjög svipað og tíðkast á
íslandi, þar sem vélarnar eru ekki búnar að ná sér niðri. Með
þeirri viðbót þó að á Svisslandi sáum við menn flytja saman hey-
bagga á sjálfum sér. Er við ferðuðumst eftir hinum fögru dölum
og skógi og grasi vöxnum hlíðunum, er teygja sig víða upp x snjó-
þakin fjöllin, og sáum heillandi bændabýlin, viða fátækleg en alstað-
ar snotur, hjúfra sig í leitum og á hæðum, þá fann ég til þess hve
vel Jóhönnu Spyri hefir tekist í bókum sínum að spegla land og
þjóð. Það eina sem á vantar fyrir ferðamanninn, er að á leið
hans verður fátt af geitunum, sem ímyndunaraflið 'hefir skapað sér
að finnist á hverri þúfu. Þær eru um þenna tíma árs langt upp
í fjall-lendinu að bjarga sér. Hefði ég ekkert kosið fremur en að
fá að dvelja um hríð upp í sveit á Svisslandi og kynnast þar lifn-
áðarháttum og menningu. En á hraðri ferð eru aðal viðdvalirnar
í borgunum, en þaðan ibregða menn sér i skemtiferðir um sveitir og
upp til fjalla. Þar er líka margt sem vekur athygli og heillar. 1
Lucerne til dæmis er ljónið fræga, sem er listaverk Thorwaldsens,
höggvið þarna í bergið af lærisveini -hans Ahorn. Er það minnis-
merki svissneska lífvarðarins, sem fórnaði sér til varnar Lúðvík
XVI. og drotningu hans í frönsku stjórnarbyltingunni, þó fyrirfram
væri auðséð að sú vörn gæti ekki bjargað hinum ólánsömu konungs-
hjónum. Sýnir myndin ljón, sem er sært til dauða, og stendur örin
í sárinu. Mun það flestra álit, að þetta minnismerki sé eitt hið
áhrifamesta er fyrir augun ber í Norðurálfunni. Þá mætti líka
nefna “kapellubrúna” í Lucerne, sem er sjö hundruð ára gömul
göngubrú. Er þak yfir og prýtt undir því með óslitinni röð af mál-
verkum úr sögu Svisslands. Svo er ekki því að neita að kvenfólkið
að rninsta kosti hefir freistingu til að koma í eitthvað af hinum að-
laðandi sölubúðum. Svisslendingar eru dverghagir menn á marga
vísu. Úrsmíði þeirra alkunn. Tréskurðarlist er þar á mjög háu
stigi. Hannyrðir kvenfólksins bæði miklar og fagrar, enda fer af
þeim mikið orð. En lítið hlýtur mörg konan að fá fyrir verk sitt,
að dæma eftir verði á mörgu því sem er á boðstólum. En reynir þó
verkið mjög á sjón þeirra og var okkur sagt að fáar konur gætu
haldið því áfram nema fram að þritugu eða mest þrjátíu og fimm
ára aldri vegna sjóndepru.
Skemtiferðirnar út um vötn og upp til fjalla gleymast engum.
Tíðkast rnjög gönguferðir á Svisslandi, en til þess höfum við ekki
tóm. I eitt sinn komurn við alveg upp að skriðjökli við Grindelwald
útfrá Interlaken. Þar höfðu verið höggvin löng göng inn í jökul-
inn og voru það snögg umskifti að koma inn í þau úr hlýju sólskin-