Sameiningin - 01.02.1932, Blaðsíða 7
37
spjald þokast frá opinu. Játningin er ekki fyr byrjuð en játandinn
finnur einhvern veginn til þess, að hann þarf að hraða sér. Tíminn
rekur á eftir; hann hefir ekki nema stutta stund. Vandamálum,
sem honurn eru mikilvæg, verður að gjöra fljót skil. Aðrir bíða
fyrir utan; og ef eitthvað ofurlítið dregst fyrir honum með skrifta-
málin fram yfir venjulegan tíma, þá verða þeir óþolinmóðir, og
hann heyrir til þeirra fótaþrusk eða hósta; honum verður órótt.
Sé presturinn ekki því stiltari og rólegri (og það eru fæstir þeirra,
svo að vel sé), þá finst skriftamanninum rekið á eftir sér. Og
sumum verður svo órótt innanbrjósts við þetta flaustur, að þeir
ta])a sér og örvænta. “Nú er búið með mig,” segja þeir við sjálfa
“eS bara get ekki gefið góða játningu.”
Reyndar er það athöfnin sjálf fremur en nokkuð annað, sem
vekur geðshræringu eða taugaspenning hjá þeim, sem skriftast.
Það er svo margt, sem hann verður að hafa í huga; hann þarf að
játa syndir sínar skýrt og skilmerkilega, með tegund og tölu;
þarf að finna til hrygðar á vissu stigi, sem kölluð er iðrun, út af
þeim öllum saman. Vakning viljans ]?arf að lýsa sér í einlægum
betrunarásetningi. Ennfremur þarf að leggja á minnið fyrirmæli
prestsins og refsinguna, sem hann tiltekur. Ef presturinn leggur
of margar eða hranalegar spurningar fyrir skriftamanninn, þá
fatast manninum, og það svo mikillega stundum, að hann gleymir
sumu, sem hann ætlaði að játa eða spyrja um; samtimis finnur
hann til margskonar kvíða. Hefir presturinn heyrt og skiliö ? Er
hann fær um að greiða fram úr vandamálinu, sem upp er borið?
Er presturinn stiltur maður, eða mun hann bregðast reiður við ?
Ef það kemur fyrir i verslegum dómstólum, að dómarinn
niissir vald á geði sínu, eða gefur rangan úrskurð af fávizku, þá
er æfinlega vegur til að bæta úr því. Það má gera glappaskotið
að engu. En tjónið, sem fákænn eða stirðlyndur skriftafaðir
getur valdið, er sjaldan hægt að bæta upp eða lagfæra. Margir
lifa við veiklaðar taugar alla æfi fyrir aðfarir óviturs eða bráðlynds
klerks í skriftastóli. Enginn ófimur sálar-kryfjari hefir nokkurn-
tima færi á að æsa og ýfa taugakerfi sjúklinga sinna eins óþyrmi-
lega eins og prestarnir geta gjört, því að presturinn beitir myndug-
leika við skriftabörn sín einmitt þegar þau eru sem allra mest
yfirkomin af geðæsingu.
Hugraunarefnin eru óendanlega mörg og f jölbreytt, sem ásótt
geta skriftamenn þegar líður að aflausnarstundinni. Þeir hrellast
af alls konar efasemdum, sem meinlætagjarnir höfundar guðræknir
eru vanir að kenna djöflinum. Hvað er um undanfarnar skriftir?
Voru þær allar “góSar” ? Ætti nú að endurtaka þær til vonar og