Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1932, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.02.1932, Blaðsíða 31
6i Þetta hlýtur aÖ hafa veriÖ hræÖileg mynd. Og áhrif hennar nógu sterk til aÖ láta mann finna til þess, hvað óttalegt þaÖ er að vera ekki guðrækinn. Eða láta menn finna til þess, að það er þýðingarlítið aÖ vera að leitast við aö verða guðrækinn, nema því að eins að maður gangi i klaustur og temji sér munkalifnað. Samt getur skéð að það sé til nokkurs að afla sér helgi með góðverkum, því ekki er ómögulegt að finnist einhver góðhjartaður munkur, sem kasti til manns björgunarkaðli. Samt sem áður, það stoðaði litið fyrir leikmann að vinna ótal góðverk. Það mundi ekki fleyta þeim ofansjávar, eða firra þá druknun, ef ekki hefðu þeir sér einhverja hlynta innan klaustur- veggja. Sem sagt, Marteinn getur verið glaðvær þegar hann er í barnahóp, eða þegar hann er að hlusta á söng og hljóðfæraslátt, en endranær virðist hann nokkuð alvarlegur, jafnvel þungbúinn og hnugginn. Glaðværð hans stafar sýnilega fremur af fagnaðarriku hjarta, en af tilgangslítilli kátínu. Hvort heldur hann segir börn- unum sögur, eða syngur fjörug sönglög, kemur það frá hjartanu. Sama er að segja um hvort heldur hann vinnur eða leikur sér. Friðrik lætur svo ummælt, aS enginn komist í hálf kvisti við Martein að námi, hvort heldur það er lestur eða ritgjörðir, eða þýðingar eða i söngfræði. Gamall maður stýrir skóla Georgs helga. Hann er lærður vel og prúður í framgöngu. Hann heitir meistari Trebonius. í hvert sinn er honum er gengið inn til lærisveina sinna, tekur hann ofan hattinn með þeim ummælum, að í drengjahóp þessum séu þeir, sem muni verða borgarstjórar, f jármálamenn, lærðir menn og dómarar. Meistari Trebonius heldur mikið upp á Martein. Skyldu þeir Marteinn og Friðrik veröa nokkurntíma borgarstjórar eða nafn- togaðir lærdómsmenn? Marteinn er áreiðanlega guðrækinn unglingur. Friðrik er það líka. Þeir sækja messur, gjöra játningar og fasta mjög reglulega. Eg held samt eftir því sem eg hefi heyrt Martein tala, að hann sé eins hræddur við Guð og Jesúm Krist, og við hinn hræðilega dag dómsins og voða eins og eg. Það mun sanni næst, að hann finnur til þess sem allir finna, að mönnum er ekki búin nein sælu- von, ef það væri ekki fyrir hina blessuðu guðsmóður, sem ntinnir son sinn aö líkindum á það, þegar hún ól önn fyrir honum og lét honum líða vel. Og með þessu móti koma honum til að vakna til meðaumkunar með okkur. Eg hefi nú talið alla þá, sem eg þekki. Eg hefi ekki meira að segja, nema að segja frá einhverju, sem eg á, eða af heimilinu.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.