Sameiningin - 01.02.1932, Blaðsíða 24
54
nafn af á himni og jöröu, aÖ hann gefi yður af ríkdómi dýrÖar
sinnar aÖ styrkiast fyrir anda sinn að krafti hið innra með yður, til
þess að Kristur megi fyrir trúna húa í hjörtum yðar og þér verða
rótfestir og grundvallaðir í kærleika, svo að þér fáið, ásamt öllum
heilögum, skilið, hver sé breiddin, lengdin, hæðin og dýptin og
komist að raun um kærleika Ivrists, sem yfirgnæfir þekkinguna,
og náið að fyllast allri Guðs fyllingu”— Ef. 3,14-19.
“Hfefi eg þess vegna ekki heldur látið af að - - biðja Guð Drott-
ins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa yður anda speki
og opinberunar, svo að þér fáið gjörþekt hatín, og að upplýsa
sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem hann hefir
kallað yður til, hver ríkdómur þeirrar dýrðar, sem hann ætlar oss
að erfa meðal hinna heilögu, og hver hinn yfirgnæfandi mikilleiki
máttar hans gagnvart oss, sem trúum.” Ef. 1, 16-19.
“En Guð, sem veitir þolgæðið og huggunina, gefi yður að
bera sama hug hver til annars að vilja Krists Jesú, til þess að þér
samhuga með einum munni vegsamið Guð og fcður Drottins vors
Jesú Krists.” Róm. 15:6.
“En Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni,
svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda.”—Róm.
15, 13-
“Náð sé með yður og friður frá Guði föður og Drotni vorum
Jesú Kristi, sem gaf sjálfan sig fyrir syndir vorar, til þess að
frelsa oss frá hinni yfirstandandi vondu öld, samkvæmt vilja Guðs
vors og föður. Honum sé dýrð um aldir alda, Amen.”— Gal. 1,3-5.
BAUGABROT
Það er nokkurn veginn vist, að enginn maður er mikið betri
en bækurnar, sem hann les.—Potter.
Mundu það, að á fullorðins árunum verður þú svipaður því
sem þú ert nú, á drengsaldrinum. Þá þarft þú að hlýða lögunum,
svo að það er bezt fyrir ])ig að temja þér löghlöðni nú.—Coolidge.
Sum ritin í biblíunni eru að sjálfsögðu dýrmætari en önnur;
en þó er þar engin bók, sem ekki geymir einhvern gimstein frá-
bæran; eitthvert listsmíði, sem aldrei fyrnist. Til dæmis, — ef
einhver maður væri spurður, hvert ritið í biblíunni væri óaðgengi-
legast, þá gæti hann vel svarað; Levitíkus, þriðja bók Móse. En
þó er það einmitt í þeirri bók að vér finnum fyrst þetta lagaboð:
“Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.”—William Lyon
Phelps.
“Jesúm þekki eg og Pál kannast eg við; en hverjir eruð þið?”
sagöi illi andinn við særingamennina, syni Skeva prests (Post.