Sameiningin - 01.02.1932, Side 23
53
okkur hvers við meguni vænta, hverju við eigum aö sækjast eftir,
í bæn og daglegri viðleitni, bæði sem kristinn söfnuður og sem ein-
staklingar í kirkju Guðs.
Korseti Sameinuðu kirkjunnar lútersku, dr. Knubel, gjörði
þessar fyrirbænir Páls að umtalsefni í þingsetningarræðu, sem
hann flutti fyrir nokkrum árum. Hiann las upp nokkrar af bæn-
unum orðréttar, eins og þær standa í Páls-bréfunum. Bænakaflar
þeir, er hann las, eru birtir hér á eftir, og nokkrir fléiri. Geta svo
lesendur að sjálfsögðu lært mikið af þeim, þótt ekki verði reynt að
“útskýra” bænirnar að þessu sinni.—
“Drottinn fylli yður og auðgi aö kærleika hvern til annars og
til allra, eins og vér berum kærleika til yðar; til þess að hann styrki
hjörtu yðar og þau verði óaðfinnanleg í heilagleika frammi fyrir
Guði og föður vorum við komu Drottins vors Tesú ásamt öllum
hans heilögu.”—i. Þess. 4:12, 13.
“Sjálfur friðarins Guð helgi yður algjörlega, og gjörvallur
andi yðar, sál og likami varðveitist ólastanlega við komu Drottins
vors Jesú Krists.”—1. Þess. 5:23.
“Sjálfur Drottinn vor Jesús Kristur og Guð, faSir vor sem
elskaði oss og gaf oss í náð eilífa huggun og góða von, huggi
hjörtu yðar og styrki i sérhverju góðu verki og orði.”—2. Þess.
2, 16, 17.
“Guð vor álíti yður maklega köllunarinnar og fullkomni
kröftuglega hverskonar velþóknun á því, sem gott er, og verk
trúarinnar, svo að nafn Drottins vors Jesú verði dýrlegt í yður
og þér í honum—” 2. Þess. 1 :ii, 12.
“Þetta bið eg um, ,að elska yðar aukist enn þá meir og rneir,
með þekkingu og allri greind, svo að þér getið metið rétt þá hluti,
sem munur er á, til þess að þér séuð hreinir og ámælislausir til
dags Krists, auðugir að réttlætis ávexti, þeim er fæst fyrir Jesúm
Krist, til dýrðar og lofs Guði”— Fil. 1, 9-11.
"Þessvegna höfum vér--------ekki látið af að biðja fyrir yður,
að þér mættuð fyllast þekkingu á vilja hans með alls konar speki
og andlegum skilningi, svo að þér hegðið yður eins og Drotni er
samboðið, honurn til þóknunar á allan hátt, og fáið borið ávöxt í
öllu góðu verki og vaxið að þekkingu á Guði; verðið styrktir með
hvers konar krafti eftir mætti dýrðar hans, svo að þér fyllist þol-
gæði í hvívetna og umburðarlyndi og getið með gleði þakkað
föðurnum, sem hefir gjört yður hæfa til að fá hlutdeild í arfleifð
heilagra í ljósinu, og hrifið oss frá valdi myrkursins og flutt oss
inn í ríki síns elskaða sonar—” Kól. 1, 9-13.
“Eg beygi kné rriín fyrir föðurnum, sem hvert faðerni fær