Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1932, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.02.1932, Blaðsíða 16
46 sögu. Arið 1930 kom saman ríkisþing í fjörutíu og þremur ríkj- um. Voru á þessum þingunr lögð fram 102 iagafrumvörp, sem miðuðu að því að draga úr eða afnema vínbann. Níutíu og tvö af þessum frumvörpum sofnuðu út af í nefndum eða féllu við atkvæðagreiðslu. Tiu af þeim voru samþykt í fjórum ríkjum, en ekkert þeirra hafði nein veruleg áhrif á vinbannið. Árið 1931 voru lögð fram á ríkisþingum þrjátiu og tvö frumvörp á tuttugu og einu ríkisþingum, er miðuðu að afnámi vínbanns. Öll féllu. Bartsýni andbanninga hvað skjótan sigur snertir hvílir því fremur á von en staðreyndum. Svo eru loforðin um þá blessun er muni fylgja afnámi vin- bannsins. Það á að létta fjárkreppuna og færa þjóðinni aftur velgengni. Að því er ekki vikið að fjárkreppan hefir ekki sneitt hjá þeim J?jóðum, sem hafa lögleidda áfengissölu. Áfengissalan á að létta erfiðri skattabyrði af þjóðinni, og þannig að styðja að því að fjárhagurinn rétti við. Ekkert vikið að Jrví að til þess að afla þess skatts þurfa þeir einstaklingar, er sízt: mega við því að eyða ógrvnni af fé í munaðarvöru—fé, sem þyrfti að ganga til nauðsynlegustu þarfa. Og af hverjum yrSi rnestu skattabyrðinni létt? Af auðfélögum, sem færust eru um að borga. En við Jrað má fyllilega kannast að andbanningar sýna feyki- lega mikinn dugnað við að halda fram sínum málstað og koma á framfæri öllu því, er þeir álita að muni gefa honum byr undir vængi. í J?essu efni mættu bindindisvinir gjarnan taka Jrá til fyrirmyndar. Það, sem styður málstað þeirra fær sjaldnast þá útbreiðslu, sem J)að á skilið. Vil eg benda á nokkur eftirtekta- verð atriði, sem ekki hefir verið mikið flaggað með. Að sjálf- sögðu er aldrei að þeim vikið af andbanningum. Síðastliðin fjögur ár hefir meðlimatal í National Woman’s Christian Temperance Union aukist til jafnaðar um eitt þúsund á viku. Allar konur er þessum félagsskap tilheyra, ganga í lífs- tíðar bindindi og leggja fram fé til stuðnings vínbanni. The Federation of Women’s Clubs í Bandaríkjunum hefir mög ótvírætt gefið því fvlgi sitt að efla löghlýðni, og stingur það mjög í stúf við framkomu andbanninga! Á síðustu árum hefir félagsskapur, er nefnist Parent-Teacher Association, fengið afar mikla útbreiðslu. Skipar þetta félag sér ákveðiö með því að framfylgja lögum landsins og leggja áherzlu á það i skólunum. Sama gildir um National Education Associa- tion.—Spáir þetta góðu fvrir því að hlutdrægar æsingar fái ekki að ráða lögum og lofum. Eðlilega er því veitt mikil eftirtekt i Bandaríkjunum að þær

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.