Sameiningin - 01.02.1932, Blaðsíða 25
55
19) 15)- Og þokaSist hvergi fyrir þeim. Skyldi “andaverur vonzk-
unnar” tauta eitthvaS svipaÖ, þegar sumir nútíma prestar, “víÖ-
sýnis” og lausir á kostum, beita sinni kyngi gegn því, sem ilt er?
Sá, sem ekki vill trua ööru en því, sem hann skilur, hlýtur
annaÖ hvort aÖ hafa tröllaukinn skilning eða lítilfjörlega trú.—
Colton.
Ástúð og glaðlyndi eiga að ganga á undan öllu siðgæði. Æðstu
skyldurnar innibinda þær dygðir. Ef siðgæði þitt er dapurt og
drungalegt, þá er eitthvað rangt viö það, áreiðanlega. Ekki segi
eg, að þú skulir þá varpa frá þér slíku siðgæði, ef þú hefir ekkert
betra; en þú skalt þá að minsta kosti halda því leyndu, eins og það
væri löstur, svo að það gjöri ekki öðrum lífið leitt.— R. L. Steven-
son.
G. G.
Verið hughrauélir
“Vona á Drottin, ver öruggur og hugrakkur, já, vona á Drott-
in.” (Sálm. 27 :i4).
Eitt af þeim vandaverkum, er fyrir oss liggja, er að hug-
hreysta veika, vonbilaða og þjáða. Oft fer þetta í handaskolum,
og einatt þegar mest ríður á, að geta orðið að liði. Ástæðan er sú,
að við skiljum einatt ekki verkefni það er á oss hvílir, og vér höf-
um eigi sjálfir leitað lmggunar í Guðs orði. Ef til vill erum vér
ókunnugir ritningunni. Vér höfum ef til vill aldrei lært að bera
alla hluti í bæn til Guðs.
Til þess að fallbyssa sé nothæf verður hún að vera hundrað
sinnum þyngri en kúlan, sem skotið er. Þannig þarf einnig að
vera háttað með líf vort. Vér verðum að ná vissum mæli af Guðs
krafti til að verða nothæf fyrir hans verk. Vér getum einungis
gefið af því sem vér sjálfir höfum.
HJefir þér aldrei sortnað fyrir augum? Ó, hvar erum vér
staddir? Þú ert kannske efnalaus, vinalaus og heilsulaus, hefir
séð á bak öllu, sem þú áttir. Þú ert að missa kjark og von. Þú
ert einnig að tapa trú og niissa sjónar á Guði. Þú hefir lesið:
biðjið og ákallið Drottin, en þó sýnist hann hvergi nærri. Hjartað
er að fvllast beiskju gegn lífinu sjálfu.