Sameiningin - 01.02.1932, Blaðsíða 10
40
ast bezt á því, sem óneitanlegt er, að katólskir menn þjást af þeim
kvillum ekki síður en aðrir. Og á meðal taugaveiklaðs fólks í
þeirri kirkju er eins margt af prestum og nunnum að tiltölu eins og
af leikmannalýðnum.
Að skriftamálin eru “í molum” flýtur af venju þeirri, sem
studd er af kirkjunni, að menn játa þar sérstakar syndir, því nær
eingöngu. Drýgi katólskur maður einhverja stórsynd, þá er honum
ætlað að játa hana fyrir prestinum í ilýti, án þess að gjöra nokkra
grein fyrir sambandi hennar við lífsvefnað sinn yfirleitt. Af
þessari ástæðu verða skriftirnar ófullnægjandi í samanburði við
verslega sálarkrufningu; þær leiða ekki sálarlífið í ljós í heild
sinni, og hjálpa því mönnum mjög lítið til að skilja sjálfa sig
fyllilega.
Hvort sem katólskir menn finna hjá sér iátningarþörf eða.
ekki, þá skipa kirkjulögin þeim að ganga til skrifta einu sinni á
ári að minsta kosti; en þeirri venju er haldið að þeim mjög sterk-
lega, að skrifta einu sinni á viku, eöa ekki sjaldnar en mánaðar-
lega. í sambandi við skriftir katólskra manna er ekki að ræða um
djúpa þörf sérstaklega, eða um það að velja sér tíma eða aðferð
eftir eiginni tilhneigingu. Kirkjan annast um stað og stund og
setur nákvæmar reglur um aðferðina, en gefur eðlilegri hvöt eða
löngun einstaklingsins lítið sem ekkert svigrúm. Eins og bent var
á, er aðferðin eða reglugjörðin alt annað en einföld; og svo eru
fræðigreinir, sem segja til um það, hvers konar syndir skuli játa,
og hvernig. Og út af sumum syndum eru þau skilyrði sett fyrir
aflausninni, að hún fæst ekki nema með auðmýkingu mikilli og
erfiðleikum. í einu orði sagt, skriftakenningin katólska er svo
ströng og kröfuhörð, að kirkjunnar börn hljóta oft hugarangur
fremur en huggun, jafnvel þó þeim hafi “tekist vel” með skrift-
irnar. Og það er mjög liklegt að margir katólskir menn endi æfi-
skeið sitt án þess að hafa. fundið þá fróun í skrifta-athöfninni, sem
öðrum út í frá virðist hún líkleg til að veita.
Ef til vill er ekki úr vegi að minnast sérstaklega á eina hlið
þess annmarka, sem eg vil nefna mannaverksbraginn á skriftunum.
í einu atriði sérstaklega gengur athöfnin í bága við venjuiegar
manneðliskröfur, svo að sá, sem skriftast, finnur ekki þá fróun,
sem hann leitar eftir.
Oft og tíðum vill svo til, að það sem er skriítamanninum mest
alvörumál og færa honum dýpstrar angistar, er frá guðfræðilegu
sjónarmiði alls ekkert skriftamál; og þá verður skriftafaðirinn að
benda manninum á það, að slíka hluti eigi ekki að ræða í skrifta-
stúkunni. ÞaS kom til mín rnóðir,—svo að eg nefni atvik úr eigin