Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1932, Síða 15

Sameiningin - 01.02.1932, Síða 15
45 hafi orðið fyrir aga fyrir áfengisnautn. Hva'ð er nú í þessum vitnisburði til að sanna að ástandið hafi farið versnandi? Er það ekki fremur lítið? Það er tæpast hægt að ganga fram hjá þeirri staðreynd að áfengisnautn hafi valdið miklu rneiri vandræðum alment við mentastofnanir fyrir fimtán til tuttugu árum síðan, en raun er á nú, þrátt fyrir hina stöðugu viðleitni úr hópi andstæð- inga vínbannsins að hvetja til óhlýðni við lögin. Þá er sú ákæra að vínbannið styðji að ólöghlýðni alment. Hljómar hún að vísu nokkuð einkennilega á vörum þeirra, sem sjálfir kannast við að þeir hirði ekki um löghlýðni nema lögin séu eftir þeirra geðþótta. Hver góður borgari hefir að sjálfsögðu rétt til að vera andvígur lögum, sem gengið hafa í gildi, og gera alt hvað hann getur á heiðarlegan hátt til að fá þau nurnin úr gildi. Það er réttlát og lögbundin leið til þess að koma fram vilja sínum. En að leitast við á allan hátt að styðja að óhlýðni við gildandi lög samrýmist illa þeim ákafa fyrir löghlýðni alment, sem flaggað hefir verið með af andbanningum. Svo er skákað í því skjóli að það sé tekið að fyrnast yfir sögu þess er gerðist áður en vínbannið gekk í gildi. Var brennivínsauðvaldið í landinu þá alment auð- kent af löghlýðni ? Eða er það einn árangur af vínbanninu, að úr þeirri átt er nú vandað um svo mjög í þessu efni? Það þarf fleira að athuga en vínbannið eitt til að gera sér grein fyrir hvernig ástatt er með löghlýðni Að hreyfimyndirnar eigi mikinn þátt i því að gera glæpaferil aðgengilegan, er kunnugra en frá þurfi aS segja. Annað er losið á heimilum landsins, sem hefir stórum aukist á síðari árum. 1 ríkinu Washington t. d. er það talið eitt af því, sem mestan þátt eigi í lagabrotum meðal hinnar yngri kyn- slóðar. Þannig mætti fleira upp telja. En það er umsvifaminst að skella allri skuldinni á vínbannið, án frekari sannana. En það ber ekki vott um athugun og sannleiksást. Algeng aðferð að vega að vinbanninu, er að halda því fram a® það sé alt af að tapa fylgi. Þetta kann að vera, þó það geti verið álitamál. En réttast er að skíra frá staðreyndum fremúr en niðurstöðum, og leyfa svo hverjum einum að draga sínar eigin ályktanir. Ef litið er á síðustu tíu ára sögu, kemur ýmislegt í ljós. Tuttugu og tvö ríki hafa á því tímabili hert að vínbannslögum sínum. Tuttugu ríki hafa haldið vinbannslögum sínum að mestu óbreyttum, þrátt fyrir stöðuga árás á þau og tilraunir til að fá þau afnumin. Aðeins fimm ríki hafa numið úr gildi vínbannslög sín. Það er tæpast komið eins nærri því og oft er gefið í skyn að al- þjóðar vínbannið verði numið úr gildi. Ef til vill álítur einhver að tvö síðustu árin eða svo, sýni aðra

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.