Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1932, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.02.1932, Blaðsíða 14
44 ekki verið til áður samhliÖa hinni lögleiddu áfe.ngissölu. En hvað er hið sanna í þessu efni? Arið 1910, níu árum áður en vínbannið gekk í gildi í Bandaríkjunum, báðu áfengissalar i Pittsburgh borg- arstjórann þar að skerast í leikinn og loka 2,000 ólöglegum vín- sölukrám þar, er drægju verzlun frá þeim, er hefðu le}di laganna. Forseti í félagi vínsölumanna, Keefe að nafni, gerði þá áætlun að fjörutíu prósent af áfengissölu í borginni væri í höndum þeirra, er ekki hefðu löglegt leyfi. Formaður í félagi vínsölumanna í Cleveland, Albert Eisele, gerði eftirfylgjandi yfirlýsingu i Clevc- land Free Press, 12. febrúar, 1915: “Fleiri en fimtán hundruð ólöglegar vínsölukrár reka opinbera verzlun í borginni.” Svip- uðum vitnisburði mætti safna úr fleiri stórborgum. Og þetta eru ekki umntæli ofstækisfullra bindindismanna, heldur vínsölumanna. En hvernig ber þá í ljósi þessa að líta á þau ummæli nú að ólögleg vínsala eigi rót sína að rekja til vínbannsins? Getur maður álitið að hún sé nú borin fram í einlægni? Er hún ekki miklu fremur lævís tilraun að slá ryki í augu almennings til að gera vínbaiinið óvinsælt ? Annað, sem vínbanninu er kent, er að drykkjuskapur hafi stórum aukist í hópi hinnar yngri kynslóðar. Þessu er haldið fram með svo miklum sannfæringarkrafti að oftar en hitt gleymist að færa önnur rök fyrir þessu en þau, að þetta sé á allra vitorði. En slíkar niðurstöður, sem ekki hvíla á nákvæmri athugun og saman- burði, heldur á því að vitna til þess, sem fleirum eöa færri finst vera, eru mjög hæpnar og villandi. En tilgangurinn er að koma að þeirri skoðun hjá alménningi að yngri kynslóðin sé drykk- feldari nú en áður en vínbannið kom til sögunnar. Til að grenslast eftir hvernig i þessu lægi, voru sendar fyrir- spurnir til þrjú hundruð forstöðumanna við æðri mentastofnanir. Ástandið í skólunum var talið líklegt að gefa greinilegan vott um sannleikann í þessu efni. Það komu 262 svör. Af þeim voru 147, sem svöruðu þannig að drykkjuskapur hefði minkað meðal námsfólksins síðan vínbann komst á. Níutíu og sjö forstöðu- menn töldu skóla sína lausa við áfengisnautn eða hana svo hverf- andi að henni gætti alls ekki. Aðeins átján töldu ástandið í skól- um sínum verra eða eins vont og það var á undan vínbanninu. Margir af þessum forstöðumönnum mentastofnana hafa verið í stöðum þeim, er þeir nú skipa áður og eftir að vínbannið komst á. Margir þeirra, er telja skóla sína lausa við vínnautn eða því sem næst, eiga heimili á næstu grösum við námsfólkið. í skýrslum er ná út yfir hér um bil einn þriðja af námsfólki við æðri inentaskóla Bandaríkjanna árið 1928, kemur í ljós að einn af hverjum 624

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.