Sameiningin - 01.02.1932, Síða 30
6o
Ur gömlum dagbókum
&ftir séra S. C. Christopherson
Magdeburg er mikill glæsibær. Gengur næst, aÖ okkar
hyggju, sjálíri Rómaborg. Þar er stór dómkirkja, prinsar, ridd-
arar og hermenn. Þeir hleypa eftir götunum; leggja stund á
burtreiÖar og önnur hátíðahöld. En Marteinn okkar heyrði meira
en hann sá af þessu öllu. Hann gekk í skóla, ásamt vini sínum
Jóni Reineck. Skóli þessi tilheyrði klaustri Fransiskusar þar í bæ.
Urðu þeir aÖ vera mestan tímann meðal munkanna. Stundum
unnu þeir fyrir brauði, með því að syngja á götunum; stundum
urðu þeir aö vera með munkunum úti í kirkjugarðinum, þegar
þeir voru að gera embætti sín í því að syngja yfir.
VIII.
En eins og Marteinn segir: það sat illa á honum, syni náma-
mannsins, að kvarta yfir kjörum sínum þegar prinsinn af Anhalt
var að ganga um göturnar hettuklæddur, til að biðja beininga, eins
og áburðarklár, með malpoka um öxl. Gat hann naumast risið
undir byrðinni.
Prinsinn fastaði og baðst fyrir og þjáði hold sitt á margan
hátt, unz að hann líktist ímynd dauðans. Hann var ekkert nema
skinn og bein. Enda dó hann skömmu seinna.
Marteinn sagði okkur iðulega frá mynd, sem hann sá í Magde-
burg. Það var mynd af stóru skipi, máluð með þeim tilgangi að
tákna kirkjuna. Það voru engir leikmenn um borð á skipi þessu.
Þar sást ekki einu sinni konungur eða konungssonur. Þar sáust
engir nema páfinn, kardínálar og biskupar, sem stóðu í lyftingu,
og sást heilagur andi yfir þeim. Sátu munkar og prestar við árar.
Stefndi skipið til himna. Alþýða var sýnd syndandi umhverfis
skipið. Sumir voru að drukna. aðrir voru að reyna til að hala sig
á köðlum upp á skipið. Munkarnir kendu í brjósti um menn þessa,
og vegna þess að þeir sjálfir höfðu áunnið sér meiri helgisjóðs en
þeir sjálfir þurftu, létu þeir leikmennina gjörast hluthafa í sjóðum
þessum og köstuðu til þeirra köðlum, svo þeir gætu fylgst með
skipinu til himna.
Engir sáust páfar, prestar eða kardínálar utanborðs. Það
voru ieikmenn einir.