Fréttablaðið - 02.03.2011, Side 2
2. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR2
HEILBRIGÐISMÁL „Mér sýnist að
meðaldvalartími einstaklinga á
Sogni sé um fjögur ár og meðal-
aldur þeirra sem þar eru nú í
kringum þrjátíu ár. Karlmenn
hafa verið og eru í meirihluta.“
Þetta segir Sigurður Páll Páls-
son, yfirlæknir á Sogni. Hann
segir að frávikin geti verið frá
minnst tveggja ára dvöl upp í
átján ár. Í einstaka tilfellum hafi
fólk dvalið þar ævilangt.
Sigurður segir að á Sogni séu
sjö pláss. Þau séu missetin eftir
tímabilum.
„Þess ber að geta að við erum
með jafnmarga einstaklinga í
eftir liti úti í samfélaginu. Þeir
eru með skilyrðisdóma, þannig
að veikist þeir eða geri eitthvað af
sér, þá fara þeir aftur inn. Fjöldi
einstaklinga á Sogni getur því
breyst frá einni viku til annarrar.“
Sigurður segir að eigi einstak-
lingur alvarlega hluti að baki fái
hann oft svokallaðan rýmkunar-
dóm hjá héraðsdómstól, sem heim-
ili honum að hafa búsetu annars
staðar. Slík heimild sé háð ströng-
um skilyrðum um nákvæmt eftir-
lit frá Sogni í tiltekinn tíma. Þetta
eftirlit geti varað árum saman
áður en einstaklingur fær svo-
nefndan losunardóm, sem þýðir
að hann sé metinn fær um að axla
ábyrgð á lífi sínu og gjörðum í
samfélaginu.
Sigurður segir að miðað við hin
Norðurlöndin þyrfti Sogn að hafa
yfir að ráða tólf til átján plássum
ef vel ætti að vera.
„Einnig má setja spurningar-
merki við staðsetninguna, því
þegar fólk fer í endurhæfingu
úti í samfélaginu höfum við
engar deildir tengdar Sogni á
höfuðborgar svæðinu, en það væri
æskilegt.“ jss@frettabladid.is
Meðaldvalartími á
Sogni um fjögur ár
Meðaldvalartími ósakhæfra brotamanna sem vistaðir eru á Sogni er um fjögur ár
að meðaltali, að sögn yfirlæknis á réttargeðdeildinni. Meðalaldur þeirra sem þar
dvelja er um 30 ár. Gunnar Rúnar Sigurþórsson var dæmdur til vistunar þar í gær.
Gunnar Rúnar á Sogn
Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem banaði Hannesi Þór Helgasyni í Hafnarfirði
í ágúst á síðasta ári, var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til að sæta
öryggisgæslu á Sogni. Samkvæmt krufningarskýrslu hlaut Hannes tuttugu
mismunandi sár, að minnsta kosti fimm skurði og fimmtán stungusár.
Dánarorsök var blóðmissir vegna alvarlegra áverka á hjarta, lunga og hægra
nýra, sem honum höfðu að líkindum verið veittir með hnífi.
Gunnar Rúnar var dæmdur til að greiða foreldrum Hannesar hvoru um
sig 1,8 milljónir í miskabætur, auk vaxta og verðtryggingar upp á 1,2 millj-
ónir. Þá skal hann greiða unnustu Hannesar 1,2 milljónir króna.
Þrír geðlæknar höfðu metið Gunnar Rúnar ósakhæfan og hættulegan,
enda hefði hann lýst ofbeldisfullum hugsunum gagnvart fanga meðan hann
sat í gæsluvarðhaldi. Í dómnum var því kveðið á um að hann skyldi sæta
öryggisgæslu.
Fjölskylda og aðstandendur Hannesar heitins sendu frá sér yfirlýsingu í
gær, þar sem það var sögð óásættanleg niðurstaða að Gunnar Rúnar væri
dæmdur ósakhæfur. Jafnframt var átalið að ekki skyldi tilkynnt um dóms-
uppkvaðningu með fyrirvara.
Á SOGN Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur dvalið á réttargeðdeildinni á Sogni að
undanförnu og mun dvelja þar áfram.
Jón Viðar, hefðuð þið ekki
betur haldið ykkur á mott-
unni?
„Jú, mikið rétt, en maður veit ekki
alltaf hvar mottan er.“
Slökkviliðsmenn biðu lægri hlut fyrir
lögreglumönnum í íshokkíleik í tilefni ef
upphafi átaksins Mottumars. Jón Viðar
Matthíasson er slökkviliðsstjóri.
DÓMSMÁL Tveir rúmlega tví-
tugir menn hafa verið dæmdir í
tveggja og tveggja og hálfs árs
fangelsi í Héraðsdómi Reykja-
ness fyrir þátttöku í hrottalegri
árás á 64 ára mann, eiginkonu
hans og dóttur. Árásin átti sér
stað í Reykjanesbæ.
Annar mannanna, Axel Karl
Gíslason, var dæmdur til tveggja
og hálfs árs fangelsisvistar, og
hinn, Viktor Már Axelsson, í
tveggja ára fangelsi.
Annar mannanna var einnig
dæmdur fyrir fjárkúgun eftir að
hann reyndi að innheimta sím-
leiðis skuld sem mennirnir töldu
barnabarn mannsins í Reykja-
nesbæ skulda sér.
Maðurinn sem ráðist var á var
að setja kornabarn dóttur sinnar
inn í bíl fyrir utan heimilð þegar
piltarnir réðust að honum. Var
honum hótað lífláti með hnífi auk
þess sem hann var kýldur í andlit
og ítrekað sparkað í líkama hans
og höfuð. Þeir spörkuðu einnig í
konu mannsins og dóttur.
Bræður Viktors og Axels hlutu
einnig dóma í málinu. Annar
þeirra var dæmdur fyrir að hóta
lögreglumönnum og fjölskyldum
þeirra lífláti. Hann var dæmdur
í þriggja mánaða fangelsi.
Hinn var dæmdur í sex mánaða
fangelsi fyrir aðild sína að þjófn-
aði en hann rauf þar með skilorð.
Axel og Viktor afplána nú fang-
elsisdóm vegna þátttöku í Barða-
strandarmálinu svonefnda þar
sem ráðist var á aldraðan úrsmið
og honum haldið föngnum á heim-
ili sínu. - jss
Ofbeldismenn úr Barðastrandarmálinu fá nýja fangelsisdóma:
Dæmdir til fangelsisvistar fyrir
hrottalega árás í Reykjanesbæ
LÍBÍA, AP Liðsmenn Gaddafís
virðast ekki ráða við þá stórsókn
gegn uppreisnarmönnum sem
Gaddafí sjálfur hefur ítrekað
boðað.
Í fyrrinótt réðust hersveitir og
málaliðar á vegum Gaddafís á
borgina Zawiya, sem er skammt
frá höfuðborginni. Uppreisnar-
menn voru þó ekki lengi að
hrinda þeirri árás og fögnuðu
sigri með því að gæða sér á sæl-
gæti og svaladrykkjum.
„Við óttuðumst loftárásir en
af þeim varð ekki,“ sagði einn
íbúa borgarinnar. Á hinn bóginn
virðast uppreisnarhóparnir varla
nógu skipulagðir heldur til að
ráðast á Trípólí og ná henni úr
höndum Gaddafís.
Líbíu var í gær vikið úr mann-
réttindaráði Sameinuðu þjóðanna
fyrir ítrekuð mannréttindabrot
gegn eigin borgurum. - gb / sjá síðu 6
Pattstaða komin upp í Líbíu:
Árás hrundið
og sigri fagnað
SIGURVISS Börn voru látin veifa fánum
uppreisnarmanna í borginni Nalut,
skammt frá Trípólí. NORDICPHOTOS/AFP
ALÞINGI Fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í umhverfisnefnd
hafa óskað eftir að Svandís
Svavarsdóttir
umhverfis-
ráðherra rök-
styðji ákvörð-
un sína um
staðfestingu
verndar-
áætlunar um
Vatnajökuls-
þjóðgarð.
Vilja þeir að
ráðherrann geri
það á opnum fundi umhverfis-
nefndar.
Í verndaráætluninni eru
ýmsar takmarkanir á útivist,
umferð og veiðum innan þjóð-
garðsins. Krefja sjálfstæðis-
menn ráðherra meðal annars um
upplýsingar um þar samráð sem
hann hafði við helstu hagsmuna-
aðila um málið. - bþs
Verndaráætlun um þjóðgarð:
Ráðherra rök-
styðji ákvörðun
Tvö hundruð sektaðir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hafði um helgina afskipti af rúmlega
tvö hundruð ökumönnum sem gáfu
ekki stefnuljós þegar við átti. Þeir eiga
nú allir sekt yfir höfði sér. Lögregla
fylgist þessa dagana sérstaklega með
stefnuljósanotkun ökumanna.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
DÆMDIR FYRIR ÁRÁS Viktor Már Axels-
son og Axel Karl Gíslason.
STJÓRNSÝSLA Ríkiskaup hafa aug-
lýst eftir tilboðum í húseignir
og 37 hektara land að Efri-Brú í
Grímsnes- og Grafningshreppi.
Húsakosturinn samanstendur
af gisti- og þjónustumiðstöð og
sambyggðu íbúðarhúsi, þremur
parhúsum og tveimur íbúðarhús-
um, samtals rúmlega 1.400 fer-
metrar að stærð, auk útihúsa.
Ríkið keypti Efri-Brú árið 2003
undir starfsemi Byrgisins. Þar
var áður rekin ferðaþjónusta.
Þegar Byrgið var lagt niður 2007
fékk Götusmiðjan aðstöðu að Efri-
Brú. Á síðasta ári var starfsemi
hennar leyst upp.
Fasteignamat eignanna er
rúmar hundrað milljónir og
brunabótamat rúmlega 350 millj-
ónir. - bþs
Fasteignamatið 100 milljónir:
Ríkiskaup aug-
lýsa Efri-Brú
SKÓLAR Samkvæmt tillögum sem lagðar
verða fram í borgarráði á morgun er gert ráð
fyrir að þrjátíu leikskólar verði sameinaðir í
fjórtán og stjórnendum þeirra, leikskólastjór-
um og aðstoðarleikstjórum, sagt upp en sumir
endurráðnir í yfirmannastöðurnar að nýju.
Hinum verður boðið að starfa áfram með
aðrar starfsskyldur og lægri laun.
Einnig er gert ráð fyrir að frá næsta hausti
verði frístundaheimili, sem rekin hafa verið í
grunnskólum, sett undir eina stjórn í skólun-
um sjálfum en verði ekki stýrt annars staðar
úr borgarkerfinu eins og nú er. Þá sameinast
sex grunnskólar um þrjár yfirstjórnir. Þetta
á við um Álftamýrar- og Hvassaleitisskóla,
Borga- og Engjaskóla og Korpu- og Víkur-
skóla. Í tveimur tilvikum á að sameina yfir-
stjórnir grunnskóla og leikskóla.
Þessar tillögur „starfshóps um greiningu
tækifæra í lærdómsumhverfi barna í
Reykjavíkur“ voru kynntar í menntaráði
borgarinnar í þriðjudag. Borgarráð mun
ákveða á morgun hvort tillagan verður send
til umsagnar út í hverfin og skólana.
Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins
er samstaða innan borgarstjórnar með suma
þætti þessarar áætlunar en ekki um aðra.
Helst óttast menn að við breytinguna muni
sumir af reyndustu starfskröftum leikskól-
anna hverfa á braut á sama tíma og mjög stór
árgangur leikskólabarna bíður þess að hefja
skólagöngu sína. - gar
Tillögur um hagræðingu í skólum Reykjavíkur lagðar fram í borgarráði á morgun:
Sameining áætluð hjá þrjátíu leikskólum
LEIKSKÓLABÖRN Talsverðar sameiningar verða í yfir-
stjórn leikskóla borgarinnar samkvæmt tillögu starfs-
hóps. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SPURNING DAGSINS
Þegar þú vilt fá það besta út úr lífinu!
Faxafeni 14 www.heilsuborg.is
60 ára og eldri
Leikfimi fyrir 60 ára og eldri.
Einfaldar æfingar, aðhald, stuðningur
Komdu og vertu með! -
Góður félagsskapur
Mán og mið kl. 11-12
Lokað námskeið (4 vikur)
Verð kr. 9.900.-