Fréttablaðið - 02.03.2011, Side 6
2. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR6
NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – HLÍÐASMÁRA 9 - 201 KÓPAVOGI - 544 4500 - NTV.IS
SQL REPORTING
SERVICES
Upplýsingar og skráning:
544 4500 / www.ntv.is
SQL REPORTING SERVICES
14. til 16. mars kl. 9-16. Verð: 147.000 kr. eða 3 MS leyfisdagar
3 daga námskeið þar sem farið er yfir uppsettningu á
Reporting Services, notkun á þróunartólum í Reporting
Services og viðhald Reporting Services lausna. Þetta
námskeið hentar þeim sem koma að þróun, innleiðingu
og viðhaldi á skýrslum og gagnavinnslu í SQL Reporting
Services. Meðal þess sem farið er yfir er:
» Þróunartól í SQL Reporting Services
» Stofna og útfæra skýrslur
» Stofna og meðhöndla dataset
» Hönnun og útfærsla á skýrslum fyrir notendur
» Útgáfustýring og áskriftir
Learning Solutions
Kennari á námskeiðinu er Grétar Árnason Microsoft
ráðgjafi og reyndur fyrirlesari. Grétar hefur sinnt ráðgjöf
og þjónustu hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins
um árabil og hefur mikla reynslu af þróun og þjónustu
SQL BI lausna.
NTV OG OPIN KERFI KYNNA:
Frakkland: Tvær
flugvélar sendar til
aðstoðar uppreisnar-
mönnum í Benghazi.
Evrópusambandið:
Vopnasölubann, frysting
eigna og ferðabann á
Gaddafí og félaga hans.
Bandaríkin: Tilfæringar bæði her-
skipa og flugflota til undirbúnings
hugsanlegu hjálparstarfi eða jafnvel
hernaði. Hald lagt á um 30 milljarða
dala af eigum Líbíumanna.
Bretland: Unnið að því að koma á
alþjóðlegu flugbanni yfir Líbíu til að
vernda almenning frá loftárásum
Gaddafís.
Þrýstingurinn á Gaddafí vex
M I Ð J A R Ð A R H A F I Ð
TÚNIS
A
LS
ÍR
EG
YP
TA
LA
N
D
L Í B Í A
Flóttamenn: Meira en 110.000 manns hafa
flúið Líbíu. SÞ segja þúsundir í viðbót koma til
Egyptalands og Túnis á hverri klukkustund.
Zawiya: Árás Gaddafís hrundið
Sirt: Fæðingarbær
Gaddafís
Nalut: Spenna vegna
ótta við árás
Olíu- og
gassvæði
Olíu- og
gasleiðslur
Olíuhreinsi-
stöðvar
Á valdi Gaddafís Á valdi uppreisnarmanna
200 km
Tobruk
Al Bayda
Benghazi
Ajdabiya
Misurata
Tripólí
Zuara
Heimild: SÞ ©Graphic News
LÍBÍA Aldrei þessu vant hefur
alþjóðasamfélagið svonefnda
verið nokkurn veginn á einu máli
um nauðsyn þess að fordæma
Múammar Gaddafí Líbíuforseta og
beita þrýstingi til að koma honum
frá völdum.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti um helgina bann við
því að selja vopn til Líbíu og skip-
aði aðildarríkjum Sameinuðu þjóð-
anna að frysta hugsanlegar eigur
Gaddafís og fjölskyldu hans.
Öryggisráðið samþykkti einnig
að fela Alþjóðlega sakamáladóm-
stólnum í Haag að hefja rannsókn
á því, hvort framferði Gaddafís
gegn þjóð sinni undanfarið geti
talist til glæpa gegn mannkyni.
Leiðtogar Evrópusambandsins
ætla að hittast á föstudaginn að
ræða hvort grípa eigi til aðgerða
gegn Gaddafí, en Evrópusam-
bandið hefur þegar samþykkt bæði
ferðabann til Líbíu og frystingu
eigna helstu ráðamanna landsins.
Þjóðverjar gengu lengra og hafa
lagt til tveggja mánaða viðskipta-
bann til að koma í veg fyrir að
Gaddafí geti notað olíutekjur til að
ráða til sín málaliða, sem fengju
það verk að kúga þjóðina til hlýðni.
Bretar hafa ásamt fleiri Evrópu-
þjóðum unnið að því að flugbann
verði samþykkt yfir Líbíu til þess
að vernda íbúa landsins gegn hugs-
anlegum loftárásum liðsmanna
Gaddafís.
Rússar tóku hins vegar af skarið
í gær og sögðust ekki ætla að sam-
þykkja slíkt bann, nema þá hugs-
anlega með samþykki Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna.
Bandarískir ráðamenn hafa sagt
Gaddafí hafa misst allt tilkall til
þess að stjórna landinu og skora
á hann að láta af völdum. Banda-
ríkin hafa sömuleiðis gert sig lík-
leg til hernaðaraðgerða gegn Líbíu
og meðal annars flutt tvö herskip
sín á Miðjarðarhafi nær ströndum
Líbíu.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
hefur þó ekki tekið umræðu um
flugbann á dagskrá og engar hern-
aðaraðgerðir gegn Líbíu hafa held-
ur verið ræddar í Öryggisráðinu.
Atlantshafsbandalagið hefur lýst
því yfir að engar hernaðaraðgerð-
ir gegn Líbíu komi til greina án
heimildar frá Sameinuðu þjóðun-
um. gudsteinn@frettabladid.is
Alþjóðasamfélagið
hjólar í Gaddafí
Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, Bandaríkin, Bretland og fleiri Evr-
ópuríki hafa samþykkt refsiaðgerðir gegn Gaddafí og skipuleggja enn frekari
aðgerðir. Hernaðaraðgerðir virðast þó ekki inni í myndinni – enn sem komið er.
MENNING Fyrsti aðgöngumiðinn í
tónlistarhúsið Hörpu var seldur
við hátíðlega athöfn í gær. Miða-
sölukerfið sem átti að nota til að
selja fyrstu miðana virkaði þó
illa undir álaginu. Um hundrað
manns enduðu með því að bíða
lengi í röð, sem lá út úr anddyri
Hörpunnar, áður en þeir gátu
keypt miða.
Verið var að selja miða á tvenna
opnunartónleika Hörpunnar
og óperutónleika með þýska
tenórnum Jonasi Kaufmann.
Steinunn Birna Ragnarsdóttir,
tónlistarstjóri Hörpu, afhenti
fyrstu miðana klukkan tólf ásamt
blómvendi í tilefni dagsins.
Uppselt er á opnunartónleika
Sinfóníuhljómsveitar Íslands í
Hörpu 4. og 5. maí. Mikið álag
var einnig á miðasölukerfi Hörp-
unnar á netinu og gekk afgreiðsla
þar afar hægt. - sv
Fyrsti miðinn í tónlistarhúsið Hörpu seldur við hátíðlega athöfn í gær:
Miðasölukerfið þoldi álagið illa
FYRSTI MIÐINN KEYPTUR Ragnhildur Ósk Pálsdóttir Erwin varð fyrst til þess að kaupa
aðgangsmiða í tónlistarhúsið Hörpu í miðasölunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ALÞINGI Meirihluti heilbrigðis-
nefndar telur fyrirhugað nafn
sameinaðrar stofnunar Lýðheilsu-
stöðvar og landlæknisembættisins
ótækt.
Samkvæmt frumvarpi um sam-
eininguna á stofnunin að heita
Embætti landlæknis og lýðheilsu.
Það telur meiri hlutinn ekki ganga
upp, hvorki málfarslega né laga-
lega. Leggur hún til að stofnunin
heiti Landlæknir – lýðheilsa og að
forstöðumaður hennar verði land-
læknir en lögin um stofnunina beri
heitið lög um landlækni og lýð-
heilsu. Í nefndaráliti meirihlutans
er lagt til að landlækni verði veitt-
ar heimildir til skipunar fagráða
og að svo verði búið um hnúta að
skipun slíkra ráða verði ekki of
þung í vöfum.
Í umfjöllun um lýðheilsusjóð
segir meirihlutinn að nauðsyn-
legt sé að leita fleiri tekjustofna
til fjármögnunar en gert sé ráð
fyrir. Hluti áfengisgjalds og hluti
af söluandvirði tóbaks rennur til
sjóðsins. Komu upp hugmyndir um
að lagt yrði sérstakt „tappagjald“
á gosdrykkjaflöskur sem renna
myndi í sjóðinn. Tappagjald eða
gjald af sætum drykkjum gæti til
dæmis nýst vel til forvarna í tann-
verndar- og manneldismálum.
Ekki er þó lagt til að slíkt gjald
verði tekið upp. - bþs
Heilbrigðisnefnd segir fyrirhugað nafn nýrrar stofnunar ekki ganga upp:
Heiti heldur Landlæknir – lýðheilsa
HEILSUVERNDARSTÖÐIN Hið nýja
embætti Landlæknir – lýðheilsa á að
vera til húsa við Barónstíg.
Ert þú góður kokkur?
Já 67%
Nei 33%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Hreyfir þú þig reglulega?
Segðu þína skoðun á visir.is
ÞÝSKALAND, AP „Þetta er erfiðasta
skref lífs míns,“ sagði Karl-Theo-
dor zu Guttenberg þegar hann
sagði af sér sem varnarmála-
ráðherra Þýskalands í gær.
Hann sá sér ekki annað fært en
hætta í kjölfar mikillar gagnrýni
sem hann varð fyrir eftir að upp-
lýst var að hann notaði texta frá
öðrum í doktorsritgerð sinni án
þess að geta heimilda.
Angela Merkel kanslari féllst
með tregðu á afsögn Guttenbergs
en lofaði hann jafnframt í hástert
fyrir pólitíska hæfileika. - gb
Þýskur ráðherra segir af sér:
Stal texta fyrir
doktorsritgerð
KJÖRKASSINN