Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2011, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 02.03.2011, Qupperneq 8
2. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR8 Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Iðnaðarþvottavélar og þurrkarar fyrir húsfélög og aðra stór notendur s.s. hótel og þvotta hús. Icesave III - samningaleiðin eða dómstólaleiðin? Arion banki býður til hádegisfundar um Icesave samninginn fimmtudaginn 3. mars Fundarsetning Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Hvað er Icesave? Samningurinn - Samningsleysið Jóhannes Karl Sveinsson, lögfræðingur hjá Landslögum, sat í samninganefnd Íslands vegna Icesave III. Icesave seen from the perspective of international financial markets; perception and implications Andrew Speirs, framkvæmdastjóri hjá ráðgjafarfyrirtækinu Hawkpoint. Hann hefur 24 ára reynslu af fjárfestingarbankastarfsemi þar sem hann starfaði hjá Morgan Grenfell, Deutsche Bank og Hawkpoint. Sérsvið hans er að veita fjármálaráðgjöf í tengslum við fjárhagslega endur- skipulagningu og skuldaaðlögun fyrirtækja, kröfuhafa og stjórnvalda um víða veröld. Að lokinni framsögu verða pallborðsumræður Auk fyrirlesara taka þátt Sigurður Hannesson, stærðfræðingur og fulltrúi InDefence hópsins og Vilhjálmur Þorsteinsson, frumkvöðull og fjárfestir. Fundarstjóri: Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka. Fundurinn er haldinn í Arion banka Borgartúni 19 og stendur frá kl. 11:30 til 13:00. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti frá kl. 11.15. Nauðsynlegt er að skrá mætingu á fundinn þar sem sætaframboð er takmarkað. Skráning fer fram á vefnum www.arionbanki.is eða í gegnum þjónustuverið í síma 444 7000. Au glý sin gas ími 1. Hvenær verða opnunartónleikar tónlistarhússins Hörpu? 2. Hvar er bensínverð hæst í Evrópu? 3. Hvar mun Big Lebowski hátíðin fara fram um aðra helgi? SVÖR: 1. 4. maí 2. Í Noregi 3. Í Keiluhöllinni FÓLK „Ég var hræddust um hund- inn, svo brá mér svolítið þegar ég sá myndirnar eftir á. En þetta gekk allt vel,“ segir Ólína Þorvarðar- dóttir þingkona, sem var í vikunni í fyrsta sinn hífð upp í þyrlu ásamt áhöfn TF-LÍF. Skutull, hundur Ólínu, var með í för. Þyrluæfingin var á Arnarnesi við mynni Skutulsfjarðar og var tilgangur hennar að þjálfa útkalls- hunda á Vestfjörðum í að vinna við þessar erfiðu aðstæður. Verið var að leggja lokahönd á þjálfun Skut- uls og fleiri hunda hjá Björgunar- hundasveit Íslands. Ólína er sjálf björgunarsveitarkona til margra ára. „Það getur verið mjög erfitt fyrir hunda að fara inn í hávaða- sama þyrlu og halda ró sinni þegar þeir eru hífðir upp,“ segir Ólína. „Það má ekki koma niður á getu þeirra í því að vinna verk sín og finna týnda menn í framhaldinu.“ Fyrsta þyrluæfing Skutuls gekk áfallalaust. Hann byrjaði þó að brjótast um í sigvestinu rétt áður en hann og eigandi hans voru hífð upp í þyrluna. Ólína segir eðlishvöt hundsins þá hafa tekið við þar sem hann róaðist um leið og þau tókust á loft. Björgunarhundasveitin er sér- sveit innan Landsbjargar og starf- ar á landsvísu. Á fjórða tug hunda eru í sveitinni, þar af um tuttugu á útkallslista. - sv Þingkona fer með leitarhundinn sinn Skutul á fyrstu þyrluæfinguna: Ólína og hundurinn hífð í þyrluna HÓPURINN MEÐ HUNDANA Ólína og fleiri þátttakendur í æfingunni með leitarhunda sína. MYND/ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR LÖGREGLUMÁL „Fólk upplifir nú mikið örygg- isleysi eftir að hér hefur verið lögreglubíll á staðnum frá árinu 1966,“ segir Baldvin Guð- mundsson, íbúi í Búðardal, en þaðan hvarf eini lögreglubíllinn í gær til Borgarness vegna hag- ræðingar. Um miðjan febrúar voru Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra afhentir undirskriftalistar með tæplega 1.400 nöfnum þar sem áformunum var mótmælt. Einn forvígismanna söfnunarinn- ar, Sigurður Sigurbjörnsson, sagði að bágur fjárhagur sýslumannsembættisins í Borgar- nesi mætti „ekki bitna á almennum mannrétt- indum og öryggistilfinningu Dalamanna og nærsveitunga“. Fulltrúar sveitarstjórnarinnar funduðu einn- ig með ráðherranum. Þeir sögðu að á fundinum hefði komið fram að engar ákvarðanir hefðu enn verið teknar um málið. Sjónarmið Dala- byggðar yrðu skoðuð áður en lengra yrði haldið. „Ögmundur virðist bara hafa sett upp eitt- hvert pókerfés á þessum fundi og nú er lög- reglubílinn farinn til Borgarness,“ segir Baldur, sem kveðst áhyggjufullur fyrir hönd byggðarlagsins, ekki í síst í ljósi vaxandi umferðar í kjölfar opnunar heilsársvegar norður um Arnkötludal. Hann kveðst tala af reynslu um aðstæður á svæðinu enda hafi hann starfað sem sjúkraflutningamaður á árum áður. „Þeir benda á að það séu áttatíu kílómetrar úr Borgarnesi í Búðardal en ef þarf að fara út á Skarðsströnd þá eru það orðnir 150 kílómetrar. Það er einfaldlega allt of langt.“ - gar Undirskriftir duga ekki til að halda lögreglubílnum í Búðardal eftir 45 ára viðveru: Öryggistilfinning Dalamanna dofnar BÚÐARDALUR Áfram verður lögregluvarðstöð í Búðar- dal en hún verður mannlaus og lögreglubíllinn er sömuleiðis horfinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.