Fréttablaðið - 02.03.2011, Page 10

Fréttablaðið - 02.03.2011, Page 10
2. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR10 UMHVERFISMÁL Bæjaryfirvöld á Ísafirði grunaði ekki að mengun frá sorpbrennslunni Funa kynni að vera heilsuspillandi fyrir íbúa á svæðinu og til þess má leita skýr- inga á því af hverju málið var ekki kynnt sérstaklega fyrir íbúum á svæðinu. Kristín Linda Árnadóttir, for- stjóri Umhverfisstofnunar, er þeirrar skoðunar að það hafi verið misráðið að fá undanþágu árið 2003 frá reglum um díoxínmeng- un. Hún segir að stofnunin muni almennt ekki mæla fyrir undan- þágum í framtíðinni fyrir starf- semi sem hugsanlega er meng- andi. Þetta var meðal þess sem kom fram á fjölsóttum borgarafundi á Ísafirði vegna Funamálsins fyrir helgi. Fundurinn, eins og fyrri kynningarfundur á Kirkjubæjar- klaustri, var að frumkvæði sótt- varnalæknis, Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði, lýsti málinu frá sjónar- hóli bæjaryfirvalda. Kom fram í máli hans að öllum hafi verið ljóst að mengun frá Funa væri óásættan leg en engan hafi grun- að að það kynni að hafa áhrif á heilsufar fólks. Hann hafnaði því að upplýsingum hefði verið stung- ið vísvitandi undir stól eða að fjár- hagslegir hagsmunir hefðu verið teknir fram yfir hagsmuni íbúa. Hugsanlega hefði átt að kynna betur að díoxín mældist tugfalt yfir mörkum árið 2007, en það hefði ekki verið gert í þeirri trú að mengunin ógnaði ekki hags- munum fólks. Hann sagði málið ekki til fyrirmyndar og það hefði átt að vera búið að finna lausn á sorpmálum bæjarins. Daníel lýsti áhyggjum sínum af því að ímynd Ísafjarðar og Vestfjarða hefði borið skaða af Funamálinu. Ímyndina yrði að vinna til baka með öllum tiltækum ráðum. Haraldur Briem sóttvarna- læknir útskýrði að rannsóknir erlendis bentu eindregið til þess að íbúar á svæðinu þyrftu engu að kvíða varðandi heilsuspillandi áhrif frá Funa. Mengunina bæri hins vegar að taka alvarlega. Þess vegna myndi sóttvarnalæknir Vestfjarða annast rannsóknir á þeim sem unnu í brennslunni og fleira fólki á Ísafirði. Tekin verða blóð- og sýni úr brjóstamjólk en blý verður einnig mælt í hári eða nöglum en díoxín er líklegt til að finnast þar sem blý mælist. Til stendur að taka jarðvegs- sýni í Skutulsfirði og von á niður- stöðum eftir tvo til þrjá mánuði. Þá var skorað á bæjaryfirvöld að greiða þeim bætur sem hafa orðið fyrir tjóni. Daníel bæjarstjóri segir að bærinn muni axla þá ábyrgð sem honum beri og vilji liðka fyrir, til dæmis við að skipta út ónýtu fóðri. svavar@frettabladid.is Töldu reykinn frá Funa ekki heilsuspillandi Mengun frá sorpbrennslunni Funa virðist meiri en nokkurn sveitarstjórnarmann á Ísafirði grunaði og bærinn mun axla ábyrgð sem honum ber. Áhyggjur af ímynd Vestfjarða komu fram á íbúafundi vestra. SORPBRENNSLAN FUNI Ekkert af innkölluðu díoxínmenguðu kjöti skilaði sér til baka enda hafði allt verið selt neytendum. Talið er útilokað að neysla þess hafi haft heilsuspillandi áhrif. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON Harvard, Radissonblu, Hótel Saga Fimmtudaginn 3. mars, kl. 8-10 Bæjarráð Hornafjarðar og rekstraraðilar sorp- brennslustöðvarinnar í Svínafelli í Öræfum hafa ákveðið að hætta starf- seminni vegna umræðu um mengun sem stafar af sorpbrennslum. Flosalaug, sem hefur verið hituð með orku sem sorp- brennslan gefur, verður jafnframt lokað. Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir að íbúar í sveitarfélaginu hafi haft áhyggjur af umræðunni um mengun frá sorpbrennslu síðan hún kom upp. Þegar var byrjað að ræða viðeigandi við- brögð og lokun stöðvarinnar í Svínafelli sé niðurstaðan. Sorpbrennslustöðin Brennu-Flosi í Svínafelli í Öræfum hefur starfað frá árinu 1993. Samhliða uppbyggingu brennsluofnsins byggði fjölskyldan í Svínafelli I sundlaugina Flosalaug sem hituð var með orku frá brennsluofninum. Hjalti segir að missir sé af lauginni því hún hafi verið mikilvægur hlekkur í ferðaþjónustu á svæðinu. „En það er ekki hægt að líta framhjá því að það er frekar þéttbýlt í Svínafelli og þessi umræða um mengun hefur valdið okkur áhyggjum. Og fyrst við getum tekið á frekar einfaldan hátt tekið upp annað kerfi í sorphirðu og sorpeyðingu þá var þetta niðurstaðan.“ - shá Sorpbrennslu hætt í Svínafelli ÚR FJÓSINU Mælingar á mjólk í Svínafelli sýndu að hún stenst öll viðmið um heilnæmi. Myndin tengist ekki fréttinni beint. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁRBORG Eyþór Arnalds, for- maður bæjarráðs Árborgar, hafnar því að hafa sýnt hroka og beitt hótunum í tengslum við þverpólitíska samráðsnefnd um sorpmál í sveitarfélaginu eins og Helgi S. Haraldsson, áheyrnar fulltrúi Framsóknar- flokks í bæjarráði, fullyrti um leið og hann sagði sig frá starfi samráðsnefndarinnar. Eyþór segir Helga sitja sem áheyrnarfulltrúi í boði Sjálfstæðis flokksins enda hafi flokkurinn, sem er með meiri- hluta í bæjar stjórn, veitt fulltrú- um allra flokka seturétt í bæjar- ráði. „Til þess er engin skylda og heggur því hér sá sem hlífa skyldi,“ segir Eyþór. „Samráð tekur einfaldlega tíma og er eng- inn hroki fólginn í því að benda á það.“ - gar Hafnar ásökun um hroka: „Heggur sá er hlífa skyldi“ RENNIR SÉR Á SANDBRETTI Það þarf ekki snjó til að skemmta sér á skíðum eins og ferðamenn í Síle fengu að kynnast í vikunni þegar þeir renndu sér á sandinum. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Fjórir þingmenn úr Fram- sóknarflokki og Hreyfingunni hafa lagt fram frumvarp um að fram fari rannsókn á aðdraganda og orsök rekstrarerfiðleika og gjaldþrots sparisjóða. Er forseta Alþingis gert að skipa þriggja manna nefnd til verksins. Hliðstætt mál var lagt fram á síðasta þingi en var ekki rætt. Þá er í ályktun um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kveðið á um að slík rannsókn fari fram. Þeirri ályktun hefur ekki verið fylgt eftir. - bþs Framsókn og Hreyfingin: Fall sparisjóða verði rannsakað ÍÞRÓTTIR Ísland tekur á þessu ári þátt í heimsmeistaramótinu í bridge. „Við höfum ekki verið með síðan við urðum heimsmeistarar árið 1991,“ segir Jafet S. Ólafsson, formaður Bridgesambandsins. Þá vakti heimsathygli sigur Íslands í sveitakeppninni Bermuda Bowl (Bermúdaskálinni). Jafet bendir á að bridge sé eina hópíþróttin þar sem Íslending- ar hafi orðið heimsmeistarar, en bridge var tekin upp sem Ólympíu- íþrótt fyrir sjö árum. Einar Jónsson, landsliðsþjálf- ari í bridge, hefur með landsliðs- nefnd, val ið fjögur pör í lokalandsliðs- hóp fyrir þetta ár. Núna fer Bermúdaskálin fram í Hollandi í október. Endanlegt va l þr igg ja para sem fara á mótið fer fram í apríl, en meðal paranna sem þegar hafa verið valin eru þrír sem voru í heims- meistaraliðinu 1991. Það eru Jón Baldursson, Þorlákur Þorlákur Jónsson og Aðalsteinn Jörgensen. Bridge-geta Íslendinga er víða umtöluð að sögn Jafets. Þannig hafi fjárfestirinn Warren Buffet fyrir nokkrum árum aftekið fjár- festingar hér, en kvaðst vita það eitt um landið að þar væru mjög góðir bridge-spilarar. „Hann sagðist stundum spila við Íslendinga á netinu,“ segir Jafet. Hið sama á svo við um milljarða- mæringinn og stofnanda Micro- soft, Bill Gates. „Og við erum ein- mitt að reyna að fá þá hingað til lands til að spila í janúar á næsta ári.“ - óká Bridgesambandið setur saman hóp til að keppa á heimsmeistaramóti í apríl: Reyna að fá Buffet og Gates í bridge JAFET ÓLAFSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.