Fréttablaðið - 02.03.2011, Side 16

Fréttablaðið - 02.03.2011, Side 16
Ísland kemur alltaf á óvart Í traustu tækniumhverfi ALVOGEN T PLÚS Á tímum þegar orðið „landamæri“ er í raun merkingarlaust þegar upplýsingatækni er annars vegar, segir Rutz að vel fari á því að hýsing og rekstur upplýsinga- og tölvu kerfis Alvogen hafi fengið stað utan Banda ríkjanna. Alvogen er alþjóðlegt lyfja- fyrirtæki með skrifstofur í átta löndum, þar á meðal Íslandi, og höfuðstöðvar í New Jersey í Bandaríkjunum. „Við erum jú alþjóðlegt fyrirtæki,“ segir Rutz. „Fyrirkomulagið sem felst í samstarfinu við Símann endurspeglar það fullkomlega, bæði að takmarkanir af völdum landamæra eru engar og um leið sýnir Alvogen að það leitar uppi samstarfsaðila sem falla vel að stefnu fyrirtækisins. Það er okkur jafn mikilvægt grundvallaratriði að finna réttu samstarfsaðilana eins og að finna rétta starfsfólkið. Velgengni Alvogen veltur einfaldlega á þessum atriðum.“ Lausn sem nær að vaxa með okkur Alvogen er fyrirtæki í örum vexti og kominn tími til að taka stefnumarkandi ákvörðun um upplýsingakerfin. „Þetta var í rauninni einfalt mál. Annaðhvort þurftum við að bæta við okkar eigin búnað og þróa hann áfram í takt við þarfir fyrirtækisins, eða þá að ganga til samstarfs við aðila sem svarar ekki bara kröfum okkar í dag heldur hefur burði til að vaxa með Alvogen og veita þannig þá þjónustu sem við væntum til lengri tíma litið,“ bendir Rutz á. Íslandsvinur og rúmlega það Þegar talið berst áfram að Íslandi er auð- heyrt að Joe Rutz er nú þegar Íslands vinur, og rúmlega það. „Ég hef komið fimm sinn um til Íslands og ég hreinlega elska það. Allt við landið – náttúran og umhverfið gera mig kjaftstopp í hvert sinn sem ég kem, og þá ekki síður fólkið sem er alveg einstaklega hlýlegt og vingjarnlegt.“ Rutz fer allur á flug þegar talið berst að einni heimsókn hans til landsins á síðasta ári. „Ég var á landinu með konunni minni þegar seinna eldgosið ykkar hófst, það var magnað. Það er ógleymanlegt að verða vitni að svona nokkru en sem betur fór hafði það ekki áhrif á ferðatilhögun okkar. Með hliðsjón af fyrri heimsóknum mínum til Íslands er óhætt að segja að ég hlakka til þeirrar næstu. Sem betur fer er ekki langt þangað til að henni kemur, ég verð á ferðinni í mars og bíð þess spenntur að sjá með hvaða hætti Ísland kemur mér á óvart að þessu sinni,“ segir Joe Rutz, forstöðumaður upplýsingatæknimála hjá Alvogen að lokum. Þjónusta í þágu viðskiptavina „Við erum verðbréfafyrirtæki sem sér- hæfir sig í vörslu- og uppgjörsþjónustu verðbréfa,“ segir Katrín. „Við bjóðum upp á fjölmarga þjónustuþætti, allt frá varðveislu verðbréfa fyrir einstaklinga, fyrirtæki og fagfjárfesta upp í daglegan rekstur og umsjón verðbréfakerfa fyrir fyrirtæki með stærri verðbréfaumsvif svo sem banka og verðbréfafyrirtæki.“ Katrín bendir á að T Plús leggi þunga áherslu á að vernda hagsmuni viðskiptavina sinna. „Það er því mjög mikilvægt að tækniumhverfið sé traust,“ segir hún, en við uppsetningu starfsemi T Plús leitaði fyrirtækið til Símans varðandi tæknimálin. „Í þessu sambandi er mjög gott að vita að við séum í þjónustu hjá traustu fyrirtæki.“ Nýtur lífsins fyrir norðan Katrín Ýr er sjálf ekki frá Akureyri heldur alin upp fyrir sunnan. „Ég flutti hingað ásamt fjölskyldunni árið 2007, og hafði áhuginn á að komast sem oftast á skíði talsvert að segja við ákvörðunartökuna,“ segir hún í léttum tón. „En mestu skiptir að hér er ég að sinna starfi í takt við menntun mína og starfsreynslu, hjá nýju og spennandi fyrirtæki. Fjölskyldan nýtur hér lífsins og það er ekki hægt að biðja um meira.“ Í byrjun þessa árs var verðbréfafyrirtækið T Plús stofnað Akureyri, eitt fárra slíkra utan Reykjavíkur- svæðisins. Nýráðin framkvæmdastjóri T Plús er Katrín Ýr Pétursdóttir. Nýverið samdi lyfjafyrirtækið Alvogen við Símann um rekstur og hýsingu tölvu- og upplýsingakerfis fyrirtækisins. Joe Rutz er forstöðumaður upplýsinga- tæknimála hjá Alvogen og mikill Íslandsvinur. „Náttúran og umhverfið gera mig kjaftstopp“ „Fjölskyldan nýtur lífsins hérna fyrir norðan“ siminn.is 800 4000 Ábyrgðarmaður: Halldór Harðarson, texti: Jón Agnar Ólason, ljósmyndir: Gassi, Fréttablaðið, Auðunn Níelsson og úr einkasafni, hönnun og uppsetning: ENNEMM. ©Síminn 2011

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.