Fréttablaðið - 02.03.2011, Síða 19

Fréttablaðið - 02.03.2011, Síða 19
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 Sprotafyrirtæki Sölumennskan er mikilvæg 6 Bókabúð Máls og menningar Birgjar íhuga málssókn 2 Gistirými í borginni Herbergjum fjölgar en gestum fækkar 4 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 2. mars 2011 – 4. tölublað – 7. árgangur MEIRI VERÐBÓLGA Í ESB Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins spáir því að verðbólga verði 2,2 prósent þetta árið og því yfir viðmiðunarmörkum, einkum vegna hærra olíuverðs og hærra verðs á hráefnum. Jafnframt spáir framkvæmdastjórnin því að hagvöxtur verði heldur meiri en áður var spáð, eða 1,6 prósent. VERÐBÓLGA VEX Í KÍNA Vaxandi verðbólga í Kína er helsta áhyggjuefni þeirra er- lendu fyrirtækja, sem starfa þar í landi samkvæmt skoðana- könnun sem bandaríska verslun- arráðið gerði. Fyrirtækin hafa ekki síst áhyggjur af því að verð- bólgan geti af sér launahækkan- ir. Fyrirtækin segja samkeppni um vinnuafl í Kína hafa aukist og verð á hráefni hefur sömuleið- is hækkað. TOYOTA INNKALLAR MEIRA Japanski bílaframleiðandinn To- yota hefur ákveðið að innkalla 145 þúsund Corolla-bifreiðar í Brasi- líu vegna eldsneytisleka. Í síðustu viku þurfti Toyota að innkalla 2,17 milljónir bifreiða í Bandaríkjun- um vegna galla í bensínfótgjöf. Alls hefur Toyota þá þurft að inn- kalla meira en 14 milljónir bif- reiða víðs vegar um heim vegna ýmissa galla síðan seint á árinu 2009. „Áætlun gerir ráð fyrir held- ur meiri eftirspurn eftir lánum hjá Íbúðalánasjóði. Það er í takt við tölfræðina hér síðustu mán- uði,“ segir Sigurður Jón Björns- son, sviðsstjóri fjármálasviðs hjá Íbúðalánasjóði. Sjóðurinn hefur birt útgáfu- áætlun ársins. Þar er gert ráð fyrir að útgáfa íbúðabréfa sjóðs- ins nemi á bilinu 30 til 38 millj- örðum króna að nafnverði á árinu, sem jafngildir 40 til 50 milljarða að markaðsvirði. Þá er áætlað að ný útlán nemi 27 til 35 milljörðum króna, sem er aukning á milli ára. Sigurður segir fátt koma á óvart í áætluninni og gerir ráð fyrir að hún verði uppfærð eftir því sem á líður árið. - jab Bættar horfur á markaðnum Líkur eru á meiri hækkun á hluta- bréfamarkaði en með kaupum á skuldabréfum og vöxtum á inn- lánsreikningum, samkvæmt spá Íslenskra verðbréfa um horf- ur og fjárfestingarkosti á árinu. Taldar eru meiri líkur á hóflegri veikingu krónunnar en styrkingu en það hefur áhrif á ávöxtun er- lendra og verðtryggðra eigna. Í spánni segir að innlendur hlutabréfamarkaður sé þjakaður af fáum valkostum. Þeir fáu kostir sem kunni að bjóðast á árinu geti hækkað nokkuð. Vitnað er til þess að fjárfesting og neysla á heimsvísu er á upp- leið og hafi það alla jafna jákvæð áhrif á hlutabréfaverð. - jab Góð kaup í hlutabréfum BLOKKIR Í BYGGINGU Íbúðalánasjóður gerir ráð fyrir bata á fasteignamarkaði þegar líða tekur á árið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Allt fyrir fyrirtækið Kaffivélar - Vatnsvélar - Kæliskápar Safa og djúsvélar - Sjálfsalar Sími söludeildar 412 8100 – www.hressing.is Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Fjármálaráðuneytið hefði hag af því að efla við- skiptavakt með ríkisskuldabréf í samræmi við aukna útgáfu þeirra. Aukinn seljanleiki bréfanna á markaði gæti sömuleiðis verið liður í afnámi gjaldeyrishafta. Þetta er mat Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. Ráðuneytið dró úr við- skiptavakt með ríkisskuldabréf síðastliðið haust. „Það var að mínu viti misráðið að draga úr gæðum viðskiptavaktar þegar ríkið horfði fram á mikla útgáfu ríkisbréfa. Ég tel allar líkur á að það fái kostnaðinn af öflugri viðskiptavakt marg- falt til baka í formi lægri fjármögnunarkostnaðar. Fjárfestar eru einfaldlega viljugri að kaupa bréf ef seljanleiki þeirra er mikill. Með þessu gæti ríkið náð fram umtalsverðum sparnaði. Öflugri vakt styður einnig við afnám gjaldeyrishafta enda bréf- in mun eigulegri fyrir vikið,“ segir Páll. Ríkið greiðir nú um 110 milljónir króna á ári til fárra en stórra viðskiptavaka sem leggja fram kaup- og sölutilboð í ríkisskuldabréf upp á sex hundruð milljónir króna á degi hverjum. Verði upp- hæðin tvöfölduð og vaktin efld má gera ráð fyrir að það geti skilað ríkinu verulegum ábata. Miðað við 120 milljarða fjármögnun á fimm ára kúlubréfi sem greiðist upp á eindaga þarf krafa bréfanna að lækka um tvo punkta, 0,02 prósent, til að skila milljónunum 110 til baka. Lækki krafan meira er ágóðinn eftir því meiri, jafnvel margfeldi af út- lögðum kostnaði auk smitáhrifa út á markaðinn. Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri fjármála- fyrirtækisins GAMMA, tekur undir hugmynd Páls: „Það er gífurlega mikilvægt að auka veltu og bæta verðmyndun með ríkisskuldabréf. Það er betra fyrir fjárfesta þegar viðskiptavökum fjölgar og vaktir stækka. Fjárfestar verða að hafa trú á því að það sé seljanleiki á markaðnum svo menn læs- ist ekki inni þrátt fyrir óvænt tíðindi,“ segir hann. Gísli bætir við að kostnaðurinn af efldri við- skiptavakt sé lítill í samanburði við ábatann sem geti orðið. „Eftir því sem verðmyndun verður virkari koma fleiri fjárfest- ar inn á markaðinn. Þeim mun auðveldara verður fyrir þá að hreyfa sig á þessum markaði. Þá munu menn þora að taka þátt í nýjum útboðum. Ég held að hundrað milljónir króna sé mjög lágur herkostnaður miðað við hagræðið fyrir skattgreið- endur,“ segir hann og útilok- ar ekki að ástæðan fyrir því að ekki sé gripið til þessa ráðs sé sú að kostnaðurinn sé sýnilegri á móti óáþreifan legum langtíma- ábata. „Þetta er eitt af þeim atrið- um sem eru óáþreifan leg. En ég tel yfirgnæfandi líkur á að ríkið fái fjármunina til baka, jafnvel nokkrum sinnum,“ segir hann. Sturla Pálsson, framkvæmda- stjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, segir skuldabréfa- markaðinn hafa sjaldan verið jafn líflegan og nú um stundir. „Seljanleiki er eitt en breidd í fjárfestahópn- um er annað. Við búum í litlu landi og fjárfesta- hópurinn einsleitur. Það er erfitt að auka dýptina á markaðnum án þess að stækka hann út fyrir land- steina. Það gæti hugsanlega bætt seljanleikann ef við fengjum erlenda aðalmiðlara sem gætu stækk- að fjárfestahópinn út fyrir landsteinana. En það er ekki líklegt fyrr en eftir að gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt. Þau eru ákveðin hindrun á að menn vilji fjárfesta hér,“ segir hann og bætir við að samningar við aðalmiðlara séu endurskoðaðir á hverju vori. Þar á meðal verði tekið til skoðun- ar hvort viðskiptavakt með ríkisskuldabréf verði efld. „En svo verða menn að hugsa þetta mjög vel. Því það er spurning hvort menn vilja hafa risa- stórar krónustöður í höndum útlendinga eins og fyrir hrun. Það er einmitt það sem við erum að vinda ofan af í gegnum áætlun um afnám gjald- eyrishafta,“ segir Sturla. Ríkið þarf að efla skuldabréfamarkað Hagræðing á markaði með ríkisskuldabréf er óplægður akur. Gæti skilað hundraða milljóna sparnaði. Þurfum að bíða eftir afnámi hafta, segir framkvæmdastjóri í Seðlabankanum. GÍSLI HAUKSSON PÁLL HARÐARSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.