Fréttablaðið - 02.03.2011, Side 26

Fréttablaðið - 02.03.2011, Side 26
Land Rover mun afhjúpa dýrasta og íburðarmesta Range Rover í sögu fyrirtækisins á bílasýningunni í Genf sem hefst í vikunni. Bíll- inn ber heitið Range Rover Autobiography Ultimate Edition. Aðeins 500 slíkir bílar verða framleiddir í heiminum. Um áramótin 2010 tók gildi ný reglugerð sem skyldar alla öku- nema til að sækja námskeið í öku- gerði. „Fyrstu ökunemarnir komu á námskeið á Kirkjusandi í maí á síðasta ári,“ segir Einar Guð- mundsson, forstöðumaður for- varnasviðs Sjóvár. Kennslan fer fram í svokölluðu færanlegu forvarnahúsi. „Það er flutningabíll með aftanívagni. Í fremri vagninum er kennslustofa og í þeim aftari veltibíll,“ segir Einar, en hvert námskeið er í fimm skipti. Enn sem komið er hefur fær- anlega forvarnahúsið aðstöðu á þremur svæðum á landinu, á Kirkjusandi í Reykjavík, á Ásbrú í Reykjanesbæ og á Bakkaflugvelli í Landeyjum. „Í vor er ætlunin að bjóða upp á námskeið í Aðaldal við Húsavík en síðan er ætlunin að finna stað í hverjum landsfjórð- ungi,“ segir Einar. En hvað lærir fólk í þessum öku- gerðum? „Við leggjum mikið upp úr að ungmennin fái að upplifa hvernig er að missa stjórn á bíl í hálku og það gerum við í svoköll- uðum skrikvagni. Þau verða sjálf að finna út úr því hvað þau eru að gera rangt og mörg eru hissa þegar þau komast að því að það eina sem virkar er að minnka hraðann,“ segir Einar en skrikvagninn má stilla til að líkja eftir mismun- andi mik- illi hálku, bleytu og möl. Hann áréttar að ökunemum sé ekki kennt hvernig aka eigi í hálku heldur sé þeim sýnt hvernig forð- ast megi slys. „Reynslan sýnir að þeir nemendur sem fá plagg upp á að þeir hafi lært að aka í hálku ofmetnast og aka hraðar í hálku. Við viljum heldur að nemarnir átti sig á því hve lítið þarf til að missa veggripið,“ segir Einar. Í færanlega forvarnahúsinu fara nemarnir einnig í veltibíl og finna þannig hvernig beltin bjarga. Þeir fá að fara í beltasleða sem líkir eftir árekstri og prófa ölvunar- gleraugu. „Allt þetta opnar augu þeirra fyrir því hve miklu máli skiptir að vera með fulla athygli við aksturinn,“ segir Einar og vill meina að slík kennsla í gegnum upplifun sé áhrifa- ríkasta leiðin til að móta nýja ökumenn. - sg Upplifunin er besti kennarinn Færanlegt forvarnahús er kennslustofa á hjólum þar sem ökunemar geta lært að bregðast rétt við mismunandi aðstæðum í umferðinni. Færanlega forvarnahúsið ferðast á milli staða og kennir ungum ökumönnum hvernig bregðast eigi við óvenjulegum aðstæðum í umferðinni. Í aftari vagninum er til dæmis að finna veltibíl en í fremri vagninum er kennslustofa. FRÍ ástandsskoðunloftmæling oghjólbarða Í MARS Í skrikbílnum má sjá hvernig bíll bregst við í hálku. Einar Guðmundsson, forstöðumaður forvarna- sviðs Sjóvár.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.