Fréttablaðið - 02.03.2011, Side 28
ÝMSIR ÍSKAFFIDRYKKIR
FYRIR 4
Kælandi cappuccino
1½ bolli kalt kaffi
1½ bolli súkkulaðiís
¼ bolli súkkulaðisíróp
eða súkkulaðisósa
1 bolli þeyttur rjómi
Setjið kaffi,
súkkulaði ís og síróp
í blandarann. Þeytið
þar til blandan er
mjúk. Hellið yfir
mulinn ís í fjögur
glös. Skreytið með
þeyttum rjóma
og berið fram. Ísmolakaffi
1½ bolli kalt kaffi
2 bollar mjólk
¼ bolli súkkulaðisíróp
¼ bolli sykur
Hellið kaffinu í ísmola-
bakka og frystið í gegn,
helst yfir nótt.
Hellið öllum innihalds-
efnunum í blandara og
þeytið þar til blandan
er mjúk. Hellið í glösin
og berið fram.
Ískaffi með vanillu
4 bollar nýlagað kaffi
½ teskeið vanillu-essens
(má sleppa)
¼ bolli sykur
¼ bolli sjóðandi vatn
3 bollar mulinn ís
½ bolli rjómi
Setjið kaffið í ísskápinn
þar til það er orðið vel
kalt, í um það bil 30
mínútur. Kælið fjögur
glös. Setjið vanillu-
essens og sykur út í
sjóðandi vatnið og
hrærið þar til það
er uppleyst. Dreifið
ískurlinu og kaffinu
jafnt í glösin fjögur.
Hrærið sykur/vanillu
upplausninni út í ásamt
rjómanum.
Svalandi kaffidrykkir
Fátt er betra en rjúkandi heitt kaffi, eins og við vitum öll, en kaffi er líka gómsætur og
svalandi kaldur drykkur. Hér fylgja þrjár uppskriftir af köldum kaffidrykkjum sem koma
skemmtilega á óvart og tilvalið er að bera fram eftir góða máltíð í stað eftirréttarins og
heita kaffisins sem hefðin krefst.
Kaffi nýtist í ýmislegt Til dæmis er gott að taka með
sér nokkrar baunir þegar velja á ilmvatn. Gott er að
þefa af baununum til að núllstilla lyktarskynið á
milli þess sem ólíkir ilmir eru prófaðir.
Gerðu fullkominn
espresso heima hjá þér
Vélarnar fást í Byggt og búið Kringlunni, Byko Akureyri, Epal
Skeifunni, Hjá Jóa Fel Garðabæ og Holtagörðum og Kokku
Laugavegi.
Kaffið í vélarnar fæst einnig í verslunum Hagkaups og
Fjarðarkaupum Hafnarfirði.Kaupauki:
2 espressobollar
2 cappuccinobollar
Tilboð í mars
Francis Francis X7
29.900 kr.
Að búa til espresso er list. Til þess þarf 6,7 grömm af
eðalkaffi, nákvæma tímasetningu, rétt hitastig og mátu-
legan þrýsting. illy hefur hannað kaffivélar og kaffihylki sem
hafa fullkomið vald á þessari list.
Við köllum það Iperesspresso - aðferðina.
Útkoman er ilmandi og bragðmikið kaffi með silkimjúkri
áferð í hverjum einasta sopa.