Fréttablaðið - 02.03.2011, Síða 40
Öruggari með 3G
Sörfað við Sandvík
Með golfið í símanum
HARALDUR ÖRN PÓLFARI
SIGURÞÓR HJÁ NIKITA
MARÍA MARKAÐSSTJÓRI EDDU
Sigurþór E. Halldórsson starfar sem veffor-
ritari hjá Nikita Clothing. Umsvif Nikita eru
heilmikil á heimsvísu og Sigurþór fer ekki
varhluta af þeim hasar. En Sigurþór er líka
þokkalega upptekinn utan vinnunnar – við
ástundun jaðaríþrótta.
Sörf á heimsmælikvarða
„Jú, ég hef stundað ýmiss konar jaðarsport
og þá helst brimbretti,“ segir Sigurþór.
Jahá?! Er það sem sagt valkostur hér á
Íslandi? „Já, algerlega. Hér við land eru
nokkrir staðir sem bjóða upp á toppaðstæður
og eru Ólafsfjörður, Þorlákshöfn og
Sandvík við Grindavík meðal þeirra.“ Þegar
Sigurþór er ekki á brimbrettinu taka við
önnur áhugamál sem snúast sömuleiðis um
útivist – á jaðrinum – eins og fjallahjólreiðar,
snjóbretti og telemark-skíði.
Alltaf í sambandi
Það er alveg ljóst að Sigurþór sækir í útivist
utan alfaraleiða. „Það er tvennt sem gerir
það mögulegt. Annars vegar sú staðreynd
að ég er alltaf í sambandi þegar á þarf að
halda. Ég er með farsímann minn sem er
alltaf í góðu sambandi og með langdræga
3G-netlyklinum er lítið mál að kíkja í
fartölvuna og sinna því sem sinna þarf. Hins
vegar eru það skilningsríkir vinnuveitendur
sem vita jafnvel og ég að þegar aðstæðurnar
eru upp á sitt besta er ekki hægt að bíða eftir
því að skrifstofutíma ljúki – maður rýkur bara
af stað og grípur augnablikið.“
Frá fjöllum til fjölskyldu
Haraldur starfar sem lögfræðingur hjá
Íslandsbanka og skartar því ekki Gore-Tex
og gönguskóm daglega. Skyldi hann nokkuð
hafa komist í sæmilega útivist undanfarin
misseri? Pólfarinn hlær að spurningunni.
„Nei, það er varla hægt að segja það. Ég hef
eignast tvö börn á síðustu tveim árum þannig
að það er í nógu öðru að snúast.“
Á toppnum í beinni
Það vakti töluverða athygli þegar Haraldur
fór fyrir 120 manna hópi á Hvannadalshnjúk
sumarið 2010. Síminn nýtti þá 3G-tæknina
og stóð fyrir beinni útsendingu af hæsta tindi
Íslands. Hægt var að horfa á útsendinguna á
netinu, sem vel á annað þúsund manns nýttu
sér. Með hliðsjón af þessu má spyrja hvort
Haraldur Örn noti símann mikið á fjöllum?
„Maður er allavega áhyggjulausari með hann
í farteskinu og það er staðreynd að þessi
tækni hefur bjargað hér mannslífum. Hér
áður fyrr var maður á nálum yfir því að ætt-
ingjarnir færu að stressast ef ferða tilhögun
breyttist og manni seinkaði en nú er auðvelt
að ná sambandi og láta vita af sér.“
Náttúran og jarðsambandið
Þegar áðurnefnd þrekvirki Haraldar er höfð
í huga veltir maður fyrir sér hvort honum
þyki nokkuð fútt í útivist hér á landi? „Jú,
blessaður vertu. Það er rétt að fjöllin eru
ekki tiltakanlega há en aðalatriðið í útivist
er að komast úr daglegu amstri og ná
jarðsambandi úti í náttúrunni – það er það
sem þetta snýst um,“ segir toppmaðurinn
Haraldur Örn.
Komin með golfbakteríuna
María B. Johnson, markaðsstjóri Eddu
útgáfu, er í ört stækkandi hópi þeirra sem
nýta sér sérstök smáforrit fyrir snjallsímann
til að fylgjast betur með því hvernig gengur
í hennar helsta áhugamáli, sem er golfið.
„Ég byrjaði að spila golf 2006 og það er
fátt eins frábært og að fara á völlinn í góðra
vina hópi,“ segir María. „Samt er það nú
svo að ég næ einhvern veginn aldrei að
fara nægilega oft til að bæta skorið að
neinu ráði,“ segir hún og hlær við.
Allt í símanum
Það var í fyrra sem María fékk liðsauka
til að halda utan um árangurinn í
golfinu. „Síðastliðið sumar sótti ég mér
sérstakt golfforrit í símann minn og fór
í framhaldinu að prófa mig áfram með
að nota símann í golfinu. Smátt og smátt
komst ég upp á lagið með þá margvíslegu
möguleika sem forritið býður upp á. Þannig
gat ég skoðað ýmiss konar gagnlegar upp-
lýsingar um völlinn sem ég var að spila
á, gat mælt vegalengdir að holu og svo
auðvitað skráð skorið mitt beint í símann.
Mér finnst alger snilld að geta haldið
þannig utan um árangur sumarsins.“
Allskonar fyrir alla
En það leynist ýmislegt fleira sniðugt í golf-
forritinu fyrir þá sem taka sportið alvarlega,
að sögn Maríu. „Fyrir gallharða golfara er
svo hægt að skoða alls konar tölfræði en ég
er hinsvegar meira að þessu til skemmtunar
og er ekkert farin að lækka forgjöfina að
ráði ennþá. Það breytir því ekki að þetta
er skemmtileg viðbót við golfið, sem felur
í sér margvíslegar upplýsingar og það er
gaman að nýta sér tæknina sem er í boði.“
siminn.is 800 4000