Fréttablaðið - 02.03.2011, Síða 49
21
FANNAR ÓLAFSSON verður frá næstu
vikurnar vegna þumalfingurbrots. Hann missir
væntanlega af síðustu leikjum KR í deildarkeppn-
inni, sem og fyrstu umferð úrslitakeppninnar.sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Guðmundur Guð-
mundsson hefur valið landsliðið í
handbolta sem mætir Þýskalandi
tvívegis, heima og utan, síðar í
mánuðinum.
Ólafur Guðmundsson, FH, og
Sveinbjörn Pétursson, Akureyri,
eru í hópnum nú en voru ekki
með á HM í Svíþjóð.
Hópurinn er þannig skipaður:
Björgvin Páll Gústavsson, Hreið-
ar Levý Guðmundsson og Svein-
björn Pétursson markverðir.
Aðrir leikmenn eru Alexander
Petersson, Arnór Atlason, Aron
Pálmarsson, Ásgeir Örn Hall-
grímsson, Guðjón Valur Sigurðs-
son, Ingimundur Ingimundarson,
Kári Kristjánsson, Oddur Gret-
arsson, Ólafur Guðmundsson,
Ólafur Stefánsson, Róbert Gunn-
arsson, Snorri Steinn Guðjónsson,
Sverre Jakobsson, Þórir Ólafsson
og Vignir Svavarsson. - esá
Landsliðið valið:
Sveinbjörn og
Ólafur valdir
Æfingaskór úr leðri með góðri dempun
undir tábergi. Dömustærðir.
Æfingabolir úr teygjanlegu DRYPLUS-efni
með góðri öndun. Litir: Svartur, bleikur, blár. Dömustærðir.
Æfingabuxur úr teygjanlegu
DRYPLUS-efni með öndun.
Dömustærðir.
FÓTBOLTI Manchester United hefði
í gær getað komið sér í ansi þægi-
lega stöðu á toppi ensku úrvals-
deildarinnar en tapaði þess í stað
fyrir spræku liði Chelsea á úti-
velli, 2-1. Forysta United er vitan-
lega enn fjögur stig á toppnum en
Arsenal, sem á nú leik til góða,
getur minnkað forystuna í eitt stig
um helgina.
Meistararnir í Chelsea hafa
ekki gert neinar rósir í deildinni
að undanförnu eftir frábæra byrj-
un á tímabilinu í haust. Þeir blá-
klæddu voru meira að segja dottn-
ir niður í fimmta sæti og áttu því
á hættu að komast ekki í Meistara-
deild Evrópu á næstu leiktíð, sem
yrði mikið áfall.
Það var því að duga eða drepast
fyrir Chelsea og eftir að hafa verið
undir í hálfleik sneru heimamenn
leiknum sér í hag og urðu þar með
aðeins annað liðið í vetur til að
leggja Manchester United að velli.
Chelsea byrjaði reyndar betur í
leiknum og fékk ágæt færi í upphafi
leiks. En gestirnir frá Manchester
sóttu í sig veðrið og það var fylli-
lega í takt við leikinn þegar Wayne
Rooney kom þeim yfir með glæsi-
legu marki á 29. mínútu.
Varnarmenn Chelsea sváfu þá
á verðinum. Rooney fékk boltann
rétt utan vítateigs og fékk bæði
pláss og tíma til athafna sig og
skjóta föstu skoti neðst í mark-
hornið nær.
Carlo Ancelotti, stjóri Chel-
sea, náði greinilega að telja kjark
í sína menn í klefanum í hálfleik
því strax á 54. mínútu voru heima-
menn búnir að jafna metin. Brasil-
íski varnarmaðurinn David Luiz
var þar að verki með góðu skoti
inni í teig.
Ancelotti ákvað að stóla á þá
Fernando Torres og Nicolas
Anelka í fremstu víglínu í gær og
er óhætt að segja að Torres hafi
átt sinn besta leik fyrir Chelsea
síðan hann kom frá Liverpool. En
það færðist enn meiri kraftur í lið
Chelsea þegar Drogba kom inn
fyrir Anelka á 61. mínútu.
Þessi kraftur skilaði marki
rúmum tíu mínútum fyrir leiks-
lok þó svo að vítaspyrnan sem
Martin Atkinson dómari dæmdi
hafi verið umdeild. Varamaðurinn
Yuri Zhirkov var varla búinn að ná
til boltans inni í teig United eftir
sendingu Frank Lampard þegar
Chris Smalling fór ansi klaufalega
í fætur Rússans og felldi hann.
Lampard skoraði af öryggi úr vít-
inu og tryggði sigurinn.
Chelsea gaf þrátt fyrir þetta lítið
eftir á lokakaflanum. Í uppbótar-
tíma neyddist fyrirliði United,
Nemanja Vidic, til að toga niður
Ramires sem var að brjóta sér
leið inn að marki gestanna. Fyrir
það uppskar Vidic sitt annað gula
spjald og þar með rautt.
Draumastaða United í hálfleik
breyttist því í martröð í leikslok á
meðan Chelsea fagnaði góðum og
ekki síst mikilvægum sigri þar sem
liðið er aftur komið í hóp efstu fjög-
urra liða deildarinnar. Chelsea er
þrátt fyrir allt tólf stigum á eftir
United og á varla möguleika á að
verja titilinn en getur í það minnsta
bjargað tímabilinu með góðum
lokaspretti. eirikur@frettabladid.is
Meistararnir minntu á sig
Chelsea vann í gær 2-1 sigur á Manchester United og kom sér þar með aftur í
hóp fjögurra efstu liða deildarinnar. United er enn á toppnum en Arsenal getur
nú minnkað forystu liðsins á toppnum í eitt stig. Leikurinn var góð skemmtun.
SIGURMARKI FAGNAÐ Frank Lampard fagnar í gær sigurmarki sínu gegn Manchester United ásamt Didier Drogba, sem átti góða
innkomu af bekknum í síðari hálfleik. NORDICPHOTOS/GETTY
Aðrir leikir á Bretlandi
Bikarinn: Everton - Reading 0-1
0-1 Jack Mills (26.). Brynjar Björn Gunnarsson lék
allan leikinn fyrir Reading.
B-deild: Portsmouth - Scunthorpe 2-0
Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með P.
C-deild: Hartlepool - Huddersfield 0-1
Ármann Smári Björnsson var ekki í hópnum hjá
Hartlepool en Jóhannes Karl Guðjónsson lék
allan leikinn fyrir Huddersfield.
C-deild: Bristol Rovers - Colchester 0-1
Matthías Vilhjálmsson var ekki í hópnum hjá C.
Skotland: Hamilton - Hibernian 1-2
Guðlaugur V. Pálsson lék allan leikinn fyrir Hibs.
ÚRSLIT