Sameiningin - 01.06.1935, Side 5
53
Saga kirkjufélagsins
1885 til 1935
Eftir Próf. Richard tíeck, Ph.D.
INNGANGSORÐ
Ekki þari' lengi að blaða í sögn hinna fyrstu íslenzku
bygða vestan haís til þess að sannfærast um, að tvent var
það einkum, sem margir hinir ágætustu og langsýnustu
vesturfluttra íslendinga létu sér annast um að varðveita:—
feðratrú og þjóðerni. Glögt dæmi þessa er eftirfarandi kafli
úr landnámssögu íslendinga í Minnesota el'tir séra Björn B.
Jónsson.
“Þegar íslendingar fóru að verða all-fjölmennir í land-
námi þessu, fóru þeir að halda fundi með sér og ræða um,
hvernig þeir hezt gætu varðveitt og elit menning og sóma sín
á meðal. í Lincoln County bundust menn strax félagsbönd-
um, til að gangast fyrir ýmsum fyrirtækjum: útvega bækur
og blöð til lesturs, eignast grafreit til að jarða hina dauðu
i, og koma á húslestrum á helgum dögum. Samskonar starf-
semi átti sér einnig stað í Austurbygðinni. En brátt fékk
félagshugmynd þessi á sig ákveðnara snið. Upp úr tilraunum
þessum mynduðust í Lincoln County tvö sjálfstæð félög. Var
annað kallað “Framfarafélag”, og var sniðið el'tir félagsskap
þeim er íslendingar höfðu haft með sér í Milwaukee. Varð
síðar úr jjessu félagi það sena nú heitir “Lestrarfélag”. og
aðallega hel'ir að starfsemi að auka mentun og bóklestur.
“Hitt félagið er safnaðarfélagið. Sá félagsskapur er sá
aðal-félagsskapur er íslendingar mynda einir út af fyrir sig,
en þeir eru annars með í margskonar félagsskap með inn-
lendum mönnum.” (Almanak ó. S. Thorgeirssonar, 1901,
bls. 64-65).
Hvergi í vestur-íslenzkum ritum eða ræðum frá fyrri
árum kemur hugsjónin um varðveizlu feðratrúar og þjóð-
ernis þó öfluglegar fram heldur en í hinni áhrifamiklu og
djúpúðugu prédikun séra Jóns Bjarnasonar, sem hann flutti
við hina fyrstu íslenzku guðsþjónustu í Vesturheimi á fyrsta
þjóðminningardegi íslendinga vestan hafs, í Milwaukee-borg
i Wisconsin, 2. ágúst, 1874. En í þessari máttugu hátíðar-