Sameiningin - 01.06.1935, Side 14
62
inn á næstu árum. Söfnuð-
ur myndaðist þar í ársbyrj-
un 1884 og segir Björn
Jónsson svo frá stofnun
hans: “Margt hinna fyrstu
nýlendumanna höfðu verið
í söfnuðum og kirkjufélagi
því, er séra Jón Bjarnason
myndaði í Nýja íslandi og
Winnipeg árið 1877, og
héldu fast við sömu stefnu
í kirkjumálum; og í sam-
einingu með íslenzka söfn-
uðinum í Winnipeg kölluðu
þeir séra Jón Bjarnason til
að koma vestur um hal’ og
veita þeim sameiginlega
prestsþjónustu. 1. janúar
var haldinn fundur í húsi
Björns Sigvaldasonar; var
þá myndaður söfnuður og
kallaður “Fríkirkjusöfnuð-
uður.” f þann söfnuð gekk svo flest nýlendufólk, og voru
grundvallar- og safnaðarlög séra Jóns Bjarnasonar viðtekin
sem lög safnaðarins. í okt. 1884 kom séra Jón fyrst til safn-
aðarins, og prédikaði og vann ýms prestsverk. 1885 skiftist
söfnuðurinn í tvent, og var hinn nýi söfnuður kallaður
“Frelsissöfnuður.” (Almannk ó. S. Thorgeirssonar, 1901,
bls. 34).
Hefir þá í stuttu máli verið sagt frá kirkjumálum íslend-
inga vestan hafs fram til þess er “Hið evangelisk-lúterska
Kirkjufélag íslendinga í Vesturheimi” var stofnað. Miklu
merkust var hin kirkjulega starfsemi í Nýja íslandi, bæði
vegna þess, að hún var lang víðtækust og fjölskrúðugust, og
eins vegna hins, að því er snertir “Hið lúterska kirkjufélag
fslendinga í Vesturheimi,” sem séra Jón hafði stofnað þar í
nýlendunni, að þaðan liggja þræðir til núverandi kirkjufé-
lagsins lúterska, eins og nú mun sýnt verða nokkru nánar.
í Minningarriti um séra Jón Bjarnason (1917) greinir
séra Rúnólfur Marteinsson þannig frá stofnun og starfsemi
ofannefnds kirkjufélags séra Jóns í Nýja íslandi og byggir
þar á sjálfum fundargerning umrædds ársfundar þess:
SÉRA FRIÐRIIv .1. BERGMANN