Sameiningin - 01.06.1935, Blaðsíða 51
99
start'ið—heimatrúboðið. Bæði hefir það löngum haft trú-
boðspresta, sem gáfu sig eingöngu að því starfi, og auk þess
hafa sóknarprestar þess og guðfræðisnemar verið óþreytandi
í því, að heimsækja prestlausa söfnuði og nýlendur og vinna
prestsverk hjá þeim. Með þeim hætti hefir auðvitað verið
lagður grundvöllurinn að nýjum safnaðamyndunum, en
árangur þeirra samfeldu og öflugu heimatrúboðs-starfsemi
kirkjufélagsins er sá, að það stendur nú föstum fótum í öllum
höfuð-bygðum íslendinga í Vesturheimi; teljandi munu einn-
ig þæf smærri bygðir þeirra, sem enn eru við lýði eða undir
lok liðnar, er kirkjufélagið hefir eigi náð til á einhverju tíma-
bili.
2. Sunnudagsskólarnir og bandalögin
Sunnudagaskóla-starfsemi kirkjufélagsins er jafngömul
félaginu sjálfu, því að fyrsta kirkjuþing þess tók það mál til
all-itarlegrar meðferðar og brýndi fyrir söfnuðunum nauðsyn
slíkra skóla, æskulýðnum til fræðslu og kirkjulegu starfi til
eflingar. Annars var starfsemi í þessa átt hafin í sumum
elztu söfnuðunum áður en kirkjufélagið var stofnað, og
gekk Winnipegsöfnuður þar á undan með fögru eftirdæmi,
eins og að framan segir. Frumherjum íslenzkrar kristni
vestan hafs hefir því, sem vænta mátti, þegar í upphafi skilist
gildi og þörf sunnudagaskólastarfsins. Kemur það greinilega
fram i eftirfarandi ummælum séra Jóns Bjarnasonar:
“Frá því fyrst, er kirkjusaga vor lúterskra íslendinga í
Vesturheimi hófst, var vor á meðal, í söfnuðum vorum jafn-
óðurn og jaeir mynduðust, farið að brjótast í því að koma á
sunnudagaskólum. Dæmi hinna enskumælandi kirkjuflokka,
sem fyrii' voru í landinu og vér fengurn fyrir nábúa, að sumu
leyti fyrir samhýlismenn, gaf oss til þess hvöt; því það fólk
alt hafði hjá sér sunnudagaskóla og lagði við þá starfsemi
mikla rækt. Oss skildist brátt, að vér yrðum að gera eins.
Þótt svo héti, að fólk vort áður—úti á íslandi—hefði í krist-
indómslegu tilliti getað komist af án sunnudagaskóla, þótt
nauðsyn slikra stofnana hefði aldrei áður í kirkjusögu þjóð-
ar vorrar komið til mála, þá gat sú nauðsyn ekki lengur dulist
eftir að hér var komið út í þá margföldu baráttu, sem frjáls
eða sjálfstjórnandi frumhýlings-kirkja ávalt hlýtur að eiga.
Samkepnin við kristna fólkið hitt alt í kringum oss knúði
oss áfram í þessu sem öðru. Og innan skamms ruddi sú
meðvitund sér til rúms víðsvegar hjá Vestur-íslendingum, að
fyrir hvern einasta söfnuð vorn væri það óhjákvæmileg lifs-