Sameiningin - 01.06.1935, Qupperneq 37
ulegu trúarjátninga við það, er verið hafði frá upphafi lög-
I)iindið í kirkjufélaginu. Var nú ágreiningur þessi tekinn til
alvarlegrar íhugunar á kirkjuþingi. Þar tii skipuð nefnd
manna gerði ítarlega tilraun til þess að komast að einhverri
þeirri niðurstöðu, sem við mætti una, svo endir gæti orðið á
deilunni. En er starf nefndarinnar varð árangurslaust, lögðu
hvorirtveggja flokkarnir fram tillögur til þingsamþyktar, og
náði sú fram að ganga, er mótmælti hinni nýju stefnu, en sú
var feld, er jafnréttar krafðist fyrir hvorartveggja kenning-
arnar innan kirkjufélagsins. Gekk þá séra Friðrik J. Berg-
mann af þingi og allmargir erindsrekar. Þingið útskýrði
sjálft þingsályktan þá, er gerð var, á þann hátt, að með henni
væri engum vikið úr kirkjufélaginu. Sömuleiðis lýsti það
yfir því, að sæti á þinginu ættu allir, jafnt eftir sem áður.”
(Minningarrií /1 Idarfjórðungs-afmælis kirkjufélagsins, bls.
48-49).
Sagði séra Friðrik J. Bergmann sig úr kirkjufélaginu í
ágúst 1909 og átti það þar á bak að sjá einum sínum alira
mikilhæfasta starfsmanni og um langt skeið einhverjum
ótrauðasta málsvara þess. Fylgdu honum eftirfarandi sex
söfnuðir út úr kirkjufélaginu: Tjaldbúðarsöfnuður, Garðar-
söfnuður, Albertasöfnuður, Quill Lake-söfnuður, Vatnasöfn-
uður og Víkursöfnuður. Garðarsöfnuður klofnaði út af úr-
sögninni og myndaði minni
hlutinn nýjan söfnuð. Lút-
ers-söfnuð, sem gekk i félag-
ið þegar á kirkjuþingi 1910.
út af brottför séra Friðriks
úr féfaginu varð einnig á-
greiningur í Foam Lake-
söfnuði, Pembinasöfnuði,
og Þingvallasöfnuði í Ey-
ford í N. Dakota. Lang al-
varlegust varð. klofningin í
hinum síðasttalda; hafði
hún einnig hinar víðtæk-
ustu afleiðingar, starfsemi
kirkjufélagsins til óheilla og
vanþrifa. Risu málaferli
mikil út af kirkjueign safn-
aðarins, er báðir klofningar
hans gerðu tilkall til. Minni-
hlutanum, sem fast hafði Kirkja Árdals-safnaðar.