Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1935, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.06.1935, Blaðsíða 11
59 prentuð í “Framfara” 1, l(i. Söfnuðirnir voru fimin og nefnd- ust: Bræðrasöfnuður, Breiðuvíkursöfnuður, Mikleyjarsöfn- uður, Bæjarsöfnuður (á Gimli) og Steinkirkjusöfnuður. Söfnuðum þessum þjónaði séra Jón þar til í marzmánuði 1880, er hann hvarf til íslands. í annan stað höfðu nýlendumenn samtök til að fá til sín séra Pál Þorláksson. Hundrað og tuttugu heimilisfeður skoruðu á hann að takast prestsþjónustu á hendur hjá sér. Varð séra Páll Þorláksson við áskorun þeirri og kom Lil Nýja Ísíands 19. október, 1877. Mynduðu nii áhangendur séra Páls söfnuði og nefndu íelag sitt “Hinn íslenzka lúterska söfnuð í Nýja fslandi”. Safnaðarlög í 21 grein eru prenluð í “Framfara” 1, 16. Söfnuðir þeir, er séra Páll þjónaði, hétu: Vídalínssöfnuður, Hallgrímssöfnuður og Guðhrands- söfnuður. Margt af safnaðarfólki séra Páls fluttist árin 1878 og 1879 til nýlendunnar í Dakota, og fór séra Páll þangað alfarinn úr Nýja íslandi vorið 1879. Á árum þeim, er séra Jón og séra Páll voru þjónandi prestar í Nýja íslandi, voru trúmáladeilur miklar og al- raennar. Trúarleg alvara hefir víst sjaldan verið meiri með þjóð vorri en þar í nýlendunum hér vestra. Blaðið “Fram- fari” var þá gefið út í Nýja íslandi. Þar voru deilumálin rædd greinilega og bárust með blaðinu til íslendinga út um aðrar hygðir þeirra. Dagana 17. og 18. mars 1879 var hald- inn trúmálafundur á Gimli í Nýja íslandi. Mættu þar prest- arnir báðir og mesti fjöldi safnaðarmanna frá háðum flokkum lir öllum pörtum Nýja íslands, og mun það hafa verið einhver merkilegasti fundur, sem íslendingar hafa haldið vestan hafs”. Fundarræður prestanna beggja eru prentaðar í “Fram- fara’ II, 21-22, og kemur þar ákveðið í 1 jós skoðanamunur þeirra í trúmálum. Greindi þá einkum á um innblástur ritn- ingarinnar og útvalningarkenninguna, þó skiftar væru einnig skoðanir þeirra í öðrum atriðum. Hér var þó um miklu meira að ræða en skoðanamun tveggja manna; hér rákust á tvær trúarstefnur, þó báðar stæðu á lúterskum grundvelli— sá trúarskilningur, sem efst var á baugi með heimaþjóðinni íslenzku á þeirri tíð, og trúarstefna norsku sýnódunnar, sem óhætt mun segja mega, að höggvið hafi stórum nær hókstafn- um í túlkunum sínum á trúarlegum kenningum heldur en ís- lenzka stefnan. Víkur þá sögunni til Winnipeg. Eins og víða annars-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.