Sameiningin - 01.06.1935, Qupperneq 20
68
Fundurinn ákvarðaði að
halda áfram tilraun þeirri,
sem byrjuð er til samein-
ingar, og fól prestunum á
hendur að halda málinu í þá
stefnu.
Það var ákveðið, að full-
trúarnir tilkynni séra Jóni
Bjarnasyni, hvort kirkjufé-
lagslögin verði samþykt í
söfnuðum þeirra eða ekki,
og var honum falið að kalla
til hins næsta (fyrsta) árs-
fundar félagsins.
Að lokum flutti séra Jón
Bjarnason bæn og fundar-
menn sungu sálminn nr. 43
í nýju sálmabókinni.”
Samkvæmt nefndri heim-
ild boðaði séra Jón Bjarna-
son til fyrsta ársfundar
“Hins evangelisk-lúterska
kirkjufélags íslendinga í
Vesturheimi” með fundar-
boði dagsettu 24. apríl, 1885, sem prentað er í “Leif” II, 49.
Var fundurinn haldinn í húsi hins íslenzka Framfarafélags í
Winnipeg og stóð yfir fjóra daga, 24.-27. júni. Hófst hann
með guðsþjónustu og prédikaði séra Jón Bjarnason; hafði
hann að texta Lúk. I. 5-7 og 57-80. Er hin kjarnmikla ræða
hans við þetta tækifæri birt í “Leif” 3. júní það ár (III, 7),
og kemur þar ljóst fram hvað vakti fyrir honum og öðrum
langsýnum kristindóms- og föðurlandsvinum með stofnun
kirkjufélagsins.
Að lokinni guðsþjónustu skýrði séra Jón frá því, að
samkvæmt ákvörðun fundarins að Mountain, hefðu honum
borist tilkynningar um, að kirkjufélagslögin, sem þar voru
samin og samþykt, hefðu verið samþykt í þessum tólf söfn-
uðum: Park-söfnuði, Tungár-söfnuði, Austur-Sandhæða-
söfnuði, Pembina-söfnuði og Little Salt söfnuði í Dakota,
Winnipeg-söfnuði, Fríkirkju-söfnuði, Syðra Víðines-söfnuði,
Nyrðra Víðines-söfnuði, Árnes-söfnuði, Breiðuvikur-söfnuði,
og Bræðra-söfnuði í Manitoba.
Eftirfarandi 18 fulltrúar voru mættir frá þeim á fund-
SÉRA KRISTINN K. ÓLAFSSON,
forseti kirkjufélagsins síöan 1923