Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1927, Page 3

Sameiningin - 01.04.1927, Page 3
áÉ>amemtngm. Mánaðarrit til stuðnings ldrhju og kristindómi ísiendinga gefið út af Hinu ev. lút. Jcirkjufélagi ísl. í Vesturheimi. XUI. WINNIPEG, APRÍL, 1927 No. 4 Eilífðar-vonin og kirkjan. Páskarnir og vorið hafa enn á ný dregið athvgli allra manna að voninni um eilíft líf. Xærri alilir menn hafa einhverja von nm eilíft líf En hún er völt og- reikandi hjá mörgum. Menn þrá meiri vissu og meiri fræðsiu um eilíft líf. Þess vegna sækir meiri fjöldi kirkju á páskum, en nokkurn annan dag. Til eru þeir menn, og ekki mjög fáir, sem aildrei koma til kirkju nema á páskum. Þá ráða þeir ebki við eilífðar-þrána í brjósti sér. Þó þeir beri fremur 'lítið traust til kirkjunnar, þá koma þeir og hlýða á boðskap hennar á páskunum, ef þeir kvnnu að finna frið og þráin þeirra fá einhverja svölun. Dýrmætt er þá hlutskifti kirkjunnar. Ósjálfrátt leita rnenn til hennar með óslökkvandi þrá eilífs lífs og biðja hana að styrkja sig Hvernig reynist kirkjan öllum þessum leitandi sái- um mannanna? Hún reynist vel, hvar þar sem lúður hennar svng- ur hátt og skýrt og hún fiytur kraftmikinn og ákveðinn boðskap. En 'hún reynist illa, hvar þar sem rödd henn- ar er veik og boðskapur hennar en eins og þoka, enda þótt hann sé færður í fegurstu silkislæður málskrúðs og ritlistar. Alvarlegir menn og gáfaðir (og þeir anenn hugsa mest um eilífðarmálin) láta eigi af öðru bugast en þeim boðskap, sem mikill sannfæringar-kra.ftur er samfara. Jafnvel þeir menn, sem ekki fá sig til að samsinna sum- um keningum kirkjunar, bera lotningu fyrir henni, þeg- ar hún talar af brennandi trú.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.