Sameiningin - 01.04.1927, Blaðsíða 5
99
inni. Þeir hafa þreifað á uppfyliling- fyrirheitisins, er
hann gaf: “Sjá, eg er með yður alla daga. ’ ’
Ivristnir menn vita það þá af eiginni reynslu, að
Jesús Kristur er ódauðlegur, af því að hann er með
þeim alla daga.
En svo var hið annað höfuð-atriði kristinnar trúar,
sem postularnir færðu heiminum, að samskonar ódauð-
leiki biði allra manna, eins og nú hefði verið opinberað-
ur í Jesú Kristi. Upprisinn Jesvis Kristur var frum-
gróði allra, sem deyja (sbr I. Kor. 15). Jesús er lifandi,
heilagur spegill, sem maður fær að skoða sjálfan sig í
eins og maður verður eftir burtföina héðan. Kistinn
maður miðar líf sit og líkama eftir dauðann við ekkert
minna né ófulkomnara en líf Jesú eftir upprisu hans og
dýrðar-líkamann andilega, sem hann þá sýndi mönnunum.
Máttur og mikilleiki þessarar trúar gnæfir hátt
upp yfir alt það, sem í hugskot mannanna hefir komið.
Fvrir því er boðskapur kirkjunnar, þar sem hann er
sannur og lifandi, lang-voldugasta aflið til viðhallds og
eflingar eilífðar-von mannanna. Hvar sem þessi boð-
skapur er fluttur með postullegum myndugleika, fvllast
guðsþjónustuhúsin og sálir manna finna fögnuð og frið.
B. B. J.
Dettur engum í hug að breyta eftir
kenning u Krists?
Það er beint tilefni til ofangreindrar spurningar, að sú stað-
hæfing hefir nýlega verið gerð opinberlega af nafnkunnum ís-
lendingi heima á ættjörðinni, að engum detti í hug aö breyta eftir
kenningu Krists. En það er ekki eins dæmi að slíku sé haldið
fram. Eitthvað svipað þessu er formáli hjá fjölda mörgum þeim,
sem leysa vilja kirkjuna frá starfi sem úrelta stofnun. Þeir fá
sig ekki til að n-eita því, að ýmislegt sé fagurt í siöferðiskentting
Jesú Krists að minsta kosti, en vilja halda því fram, að viðleitni
kirkjunnar að innræta þessa kenning sé verri en gagnslaus, því
hún beri engan árangur til góðs, en gefi kirkjunnar lýð þá hug-
mynd að viöurkenning kenningarinnar í orði sé fullnægjandi.
Eg vil ganga út frá því að þessu sé haldið fram í. einlægni.