Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1927, Síða 7

Sameiningin - 01.04.1927, Síða 7
IOI þeim sjálfum var þaö engin uppgerðar auðmýkt, er þeir játuöu jafnvel gagnvart heiðingjunum: “Vér erum syndugir menn eins og þér.” Reki maður svo áfram sögu kristninnar veröur þetta sama fyrir manni: glögg dæmi upp á einlæga viðleitni að sýna Jesú hlýðni af hendi manna, sem þó eru ófullkomleik háðir. Má þvi gjarnan við það kannast, aS hin einu dæmi, sem til eru upp á hlýðni við boSskap Jesú Krists, eru þessarar tegundar. Getur nokkur skynsamleg ástæða veriB til þess' að ætla, að nútíminn sé svo gjörólíkur því sem á undan er gengið, að nú sé ekki til einu sinni vottur um slíka hlýðni, sem þó ekki er algjör, meðal nútímamanna? Fyrir því hefi eg ekki séS færð nein rök, en margir munu þeir verá, sem sjálfir þekkja svo glögg dæmi upp á hlýðnisanda við Krist og 'kenning hans1 í lífi nútímans, að óstudd staðhæfing um að slíkt sé ekki til, hefir lítt sannfærandi áhrif á þá. Þó til séu dæmi þess — og þau eru au,ðvitað til mörg og hafa æfinlega verið — að menn beri kristið nafn án þess að sýna í lífi sínu hlýðnisviðleitni við boðskap kristindómsins, sannar það ekki ofangreinda staðhæfingu, nema sýnt sé að ekki sé dærni til annars í kristninni. Og það virðist stríða í bága við alla heil- hrigða hugsun, að telja ekki einlæga viðleitni til hlýðni, þó ekki sé hún algjör. Því síður að slík hlýðni sé árangurslaus og gagns- laus. Það er að 1-eggja alveg nýja merkingu og fráleita í það að vera kristinn maður og lærisveinn Jesú Krists, ef engum 'ber það nafn nema alfullkominn sé. Taki menn mark á sliku, lokar það þá úti frá því að gerast lærisveinar, því þeim finst alt yfirskyn í því sambandi, nema sá fullkomleiki, sem ekki verður náð. Þess er þörf að menn glöggvi sig á því hugtaki, að vera krist- inn maður. í því felst trygð við persónu Jesú Krists og kenningu hans, að maðurinn reiði sig á hann, finni til návistar hans hjá sér, áhrifa hans og blessunar, og þrái að sýna honurn hina fullkomn- ustu hlýðni. Eigi maðurinn þetta í fari sínu, mun honum stöðugt vera að fara fram, þó að hann finni bezt til þess sjálfur, hve fjarri hann er því að vera búinn að ná takmarkinu eða höndla hnossið. En hann er á leiðinni. Þannig hafa borist inn í mannlegt lif öll þau áhrif Krists, sem þangað hafa náð frá byrjun og fram á þenn- an dag. Það var vegur þroskans, sem Jesús vill leiða mennina inn á. Það má ekki rugla því tvennu saman, að setja markið sem hæst í sambandi við þroska og framför kristinna manna, sem er sjálfsagt, og hinu að enginn sé lærisveinn Jesú eða sýni kenningu hans hlýðni, nema hann sé þegar búinn að ná takmarki algerðrar hlýðni. Hið fyrra er að hvetja menn til að ganga einbeittir

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.