Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1927, Síða 9

Sameiningin - 01.04.1927, Síða 9
103 hvarvetna. Mikið starf eiga þær fyrir hendi, því enn er veldi klakans og kuldans lítið haggað; en eins og þar stendur: “Hálfn- aS er verk þá hafið er.” Með degi hverjum dýpkar á klakanum, vatnið hér er aS breyta lit, orðið dekkra; er litbreyting sú vorboði, þótt enn eigi ísinn nokkra tilveru fyrir hönd’um. Þegar sigur vorgróðursins fer að verða sýnilegur, má segja að náttúran s'jálf þrái sól og sumar, þroska og líf. En hún bíður róleg í railliibilsá- standi sínu, unz sól hækkar, og “hlýindin yfirhönd nái.” Sigur sólarveldisins er fyrir hendi. Sálir okkar eru líka í nokkurs kon- ar millibils ásigkomulagi um þetta leyti ársins, eitthvað líkt því, sem á sér stað í náttúrunni. Vetraráhrifin ekki horfin, og sumar ekki gengið í garð. Áhrif vetrarins eru ætíð lamandi, hvort sem dvalið er í hlýju eða köldu loftslagi, ef vetrar annars gætir. Kuldi vetrarins hefir áhrif á sálarlíf okkar mannanna, en með hallandi vetri vaknar vorþrá og útþrá í sálunum. Við getum bergmálað vorsöng Guðm. Guðmundssonar skálds, og sagt: “Vorsins þrá mér vaknar hjá við að sjá þig, eygló bjarta, þýða snjá og Mfsmagn ljá, ljósi smáu í döpru hjarta.” Vorið .vekur nýja starfsþrá l hjörtunum.— Starfsgleðin, þessi Guðs gjöf, hrífur okkur hvern og einn. MeB vorinu margfaldast annirnar. Tíminn er takmarkaður þar sem sumarið er stutt. Eins fljótt og auðiíS er, fer bóndinn að undirbúa akra sína, og mörg eru handtökin þar að lútandi. En hann gengur með gleði að verki sínu, sökum þess, að hann vænt- ir árangurs af iðju sinni, og finnur sælu í því, að vera samverka- maöur Guðs. Þá fara fiskimennirnir meðfram vötnunum að hlynna að bátum sínum og netja-útveg, — undirbúa sig undir vertíðirnar sem í hönd fara. Vonin um árangur af atvinnunni lýs- ir öllum leiö og vekur gleBi í hjörtum. Alt fær á sig nýjan starfs- blæ. Öllu lyftir vorið til flugs. Jafnvel hin þreytandi húsverk konunnar taka breytingu og margfaldast, því nú liggur fyrir hendi að sópa burt öllu, sem vetrinum tilheyrir—og bjóða vorið og sumarið velkomið inn á heimilin. Vorið er sérstakur sælu- tími allra, sem hafa þrek til að starfa og verk til aS vinna. Vorið vekur nýja útþrá, nýja drauma í hverri sál.—• Við minnumst þess, sem til þroska-aldurs erum komin, hvern- ig vorið vakti nýtt hugsanahf hjá okkur í æsku. Andvarinn utan af hafinu hreif huga á draumkendum vængjum æskuhillinga;—

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.