Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1927, Side 28

Sameiningin - 01.04.1927, Side 28
122 páskagjöf. Sikömmu áður höfðu söfnuðirnir hækkað laun hans. Er hvorttveggja þetta vottur um vinsældir prestsins og höfðinglyndi Minnesota-manna. Eins og getið hefir verið um í “Sam.”, hefir séra N. S- Thorlaksson sagt af sér embætti í Selkirk og býst við að hverfa þaðan seint í sumar. Söfnuðurinn hefir nú snúið sér til séra Jónasar A. Sigurðssonar í Churchbridge og kvatt hann til prestslþjónustu hjá sér. Er búist við, að séra Jónas taki kölluninni, “Bræðra-söfnuður” við íslendinga-fljót í Nýja íslandi á fimtugs-afmæli þetta ár. Var stofnaður af séra Jóni Bjarna- syni árið 1877. Er hann elztur safnaða vorra. Nokkrir þeir, er áttu þátt í myndun safnaðarins, eru enn á lífi og hafa starf- að dyggilega í söfnuðinum í hálfa öld. Blessi þá Drottinn nú á æfikvöldi. Biskup íslands, dr. Jón Helgason, er afkastamaður mikill á sviði kirkjulegrar sagnfræði. Liggur þegar eftir hann meir í þeirri grein, en nokkurn annan íslending fyr eða síðar. Síðasta rit hans barst oss í hendur í dag (26. april). Er það minningarit um Árna stiftprófast Helgason, sérprentun úr Skírni. Er á þessu ári liðin hálf önnur öld frá fæðingu þessa merkismanns. Vér þökkum biskupi kærlega þessa sendingu. Þess hefir verið getið í “Sam.”, að séra Rúnólfur Mar- teinsson hafi áformað að fara kynnisför til íslands í sumar. Nú hefir blaðið frétt, að hann sé horfinn frá þeirri fyrirætlan og sé væntanlegur til Winnipeg í júní og taki þá þegar við forstöðu Jóns Bjarnasonar skóla. Tilkynningar. HEIÐINGJATRÚBOÐ. Til safnaða og einstaklinga Hins ev. lút. kirkjufélags ís- lendinga í Vesturheimi, og annara trúboðsvina: — Það er kunnugt, að í mörg ár hefir kirkjufélag vort tekið að sér að gjalda $1200 upp 'í laun trúböðans, séra S. 0. Thorlakssonar í Japan. Hefir þetta verið öll þátttaka vor í heiðingjatrúboðsstarfi. Þegar þetta byrjaði, átti kirkjufélag vort ofurlítinn sjóð, er ætlaður var til trúboðs, og hefir af

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.