Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 3
ii>ainetmngm. Mánáðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga gefið út af Hinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. í Vesturheimi. XLII. WINNIPEG, JÚLÍ 1927 Nr. 7 Kirkjuþingið. Hið fertugasta og þriðja ársþing Kirkjufélags vors var hald- ið eins og til stóÖ, í kirkju Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg dag- ana frá 22.—27 júní. ÞingsetningarguSsþjónustan byrjaði kl. 8 að kveldi þess' 22. Við það tækifæri prédikaði séra Guttormur Guttormsson út af Jesjaja 54. kap. Var boðskapur hans tímabær upphvatning til kinkjunnar. Fór svo fram hin venjulega altarisganga kirkjuþings- manna, og hin formlega þingsetning. Þingið stóð yfir frarn að hádegi þann 27. Tólf af prestum kirkjufélagsins sóttu þing, auk cand. theol. Kolbeiris Sæmundssonar, er vígðist á þinginu og séra Carls J. Olson, er gekk inn í kirkjufélag vort á ný. Erindrekar safnaðanna voru 54 á fyrsta fundi, en munu hafa orðið um 60. Er þaS nijög svipað og vanalega. Var það kórvilla, er það slædd- ist með í fréttum af þinginu í fyrra, að erindsrekar safnaðanna hefðu verið 70—80. Var það tala allra, sem þing sátu, að með- töldum prestum og féhirði. Lengst aðkomnir voru erindrekar frá tveimur söfnuðum vorum á Kyrrahafsströndinni í Seattle og Blaine. Hin sameinuðu kvenfélög kirkjufélagsins héldu ársþing sitt þann 24.—25. júní. Frú Ingibjörg Ólafsson flutti mjög upp- byggilegt erindi á því þingi um uppeldismál. Verður það birt á prenti — Þingið hafði gengið vel, en frekari fréttir af því koma frá konunum sjálfum. Starfsfundir þingsins voru sjö, haldnir fyrir og eftir hádegi hvern þingdag. Fjórum kvöldum var varið til andlegrar uppbygg- ingar, og auk þess þrjár guðsþjónustur í kirkjunni á sunnudaginn. Var því tala starfsfunda og þeirra samkoma, er einungis voru ætlaðar til að efla hið andlega, jöfn.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.