Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 7
197 og tækju upp minni tíma. Andleg uppbygging og vakning aÖ vera í fyrirrúmi. Aðrir töldu varasamt að útrýma of rnjög starfs- málunum, eða taka þau úr höndum almennings. Enda stæðu þau ekki í vegi þess að kirkjuþingin yrðu andlegri. Einstáklingarnir þyrftu að vera meira andlega sinnaðir, þá yrðu kirkjuþingin líka andlegri. Málið var falið fors'eta og framkvæmdarnefnd. Leiða umræður þessar eflaust til bóta. K.KÓ. Heiðindómur vs. Kristindómur. Fyrirlestur fluttur á kirkjuþingi i Winnipeg í iúní 1927, af Séra Jónasi A. SigurSssyni. Umtalsefni mitt er himinhátt og heimsvítt. Ekki þarf þá að segja yður, að eg hefi hér reist mér hurðarás um öxl. Ekki er heldur til vinsælda né frægðarorðs að vinna. Eg ætla ekki að gera tilraun til að auka gengi rnitt með þessu erindi. Eg tala um þetta efni því eg finn mig knúðan til þess. Mér finst íslenzkum manndóm ósamboðið, að geta ekki rætt sín andlegu áhugamál, nema helzt með ofsa og ádeilum. Eg ætla mér því ekki að brigzla vísvitandi heiðnum forfeðrum né samferðamönnum, né heldur bótmæla öllu í fari nafn-kristinna íslendinga. En þarfnist umtalsefni rnitt eða yfirskrift þess skýringar eða bótmæla, vil eg benda mönnum til erindis Einars H. Kvarans, er hann nefndi Kristur e’ða Þór. Löngu áður en það birtist, hafði eg valið nafn þessum hugleiðingum. Njáls saga getur þess, er Þang-Brandur fór trúboðs erindum vestur um sveitir á íslandi, hafi þar ikomið í móti honum kona, Steinunn að nafni, móðir Skáld-Refs. Hún boðaði Þang-Brandi heiðni og “taldi lengi fyrir honum.” Þang-Brandur þagði, meðan hún talaði, en er hann tók til máls' snéri hann því öllu, er hún hafði mælt í villu. Þrátt fyrir það lét hún ekki yfirbugast. “Hefir þú heyrt þat,” sagði hon, “er Þórr bauð Kristi á hólrn, ok þorði Kristur eigi at berjast við Þórr?” Þá sögu rek eg ekki lengra. En mér finst einatt að Steinunn tali enn—og rnæli margt.—Og mér dylst ekki, að ýmsum finst Þórr skora Krist á hólm til bardaga, en' að þeir, sem þar eiga skildi að halda, skirrist við. Hólmgangan og vopnabrakið er enn oft efst á baugi. Hitt virðist oft sæta minni tíðindum, þótt Þang- Brandur snéri máli hennar öllu i villu.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.