Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 25
2I5 “Alt er mér gefið á himni og jörðu. Farið og kristnið allar þjóðir, skirið þá til nafns föðurins og sonarins og hins heilaga anda, og kennið þeim að halda alt það, sem eg hefi boðið yður. Og sjá, eg er með yður alla daga alt til enda veraldarinnar.” Þessi er ráðstöfun Jesú. Þetta er hans vilji. Hér er umboð kristinna manna. Hér er stefnuskrá kristindómsins. Hér er verkefni kirkjunnar, sem kennir sig við Krist. Heiðindómnum, og öllu, er stefnir í áttina til heiðni, er hér ekki ætluð rúm. Fylgj- endur Jesú eiga að kristna allar þjóðir, þeir eiga að skíra alla menn sem börn og lærisveina föður, sonar og heilags anda. Öll Jesú boð, allan hans vilja eiga allir menn að nema. Jesú vill að kristindómurinn verði heims-trú. Hann átti að sameina alla,—allar þjóðir, alla menn. Hinn guðdómlegi kær- leiki Jesú átti að gagntaka andá allrar tilbeiðslu. Líf hans átti að helga mannlífið. Trúarstefna hans að blessa skoðun mannkyns- ins. Og hann gaf sitt loforð um, að skiljast aldrei við þetta starf og þessa stefnu. En um leið og kirkjan var almenn, allra þjóða, allra manna, átti hún að vera ein,—ein skírn, ein trú, einn Guð, ein hjörð og einn hirðir. Til þessa hafði hann vald,—alt vald á himni og jörðu. Þetta var hans köllun, og auk valdsins brast hann hvorki hugsjón né kærleika til að framkvæma og fórna. Hér er þá hámark þess, sem höfundur kristindómsins vill. Um þetta voru lærisveinar hans samhuga. Um þetta snérist starf þeirra og tilbeiðsla. Þetta var auður postulakirkjunnar. Af þessari rót óx frumkristnin. Héðan stafar líf hennar, lífsstarf og lífssigur. Með Jesú orði, Jesú anda og Jesú sjálfum, er líf henn- ar fólgið. Án hans deyr kristnin. Með honum og fyrir hann lif- ir hún og sigrar. — Þessu trúðu postularnir og frumkristnin. í þeirri trú lifðu og liðu blótvitni kristindómsins. Þetta gaf feðr- um vorum og mæðrum grundvöll guðhræðslunnar. Og þaðan óx Hallgrími og meistara Jóni ódauðleg andagift. Á þennan einingaranda og alheims-erindi ki'istinna trúar- bragða komu forfeður vorir auga, þegar í sambandi við kristni- tökuna. Þeim var ljós sú hætta, að skifting ti'úarbi'agðanna mvndi reynast íslendingum ófidðar-uppspretta. Ef trú landsmanna var tvískift, þá yrði friðnum tvískift. Þjóðarheillin var í þeirra aug- um komin undir einni þjóðtrú og einum landslögum. Því dæmd- ist þeim rétt að vera, að allir Islendingar skyldu vei'a kristnir menn, og trúa á guð föður, son og anda heilagan. Framsögumað- ur þessa máls, var sem kunnugt er og þegar mun sagt, einn í hóp heiðinna manna, goðorðsmaður og oddviti þjóðar sinnar. Óneitan-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.