Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 6
196 Morehead til þess aÖ félag vort sendi erindreka á alheimsþing lútersku kirkjunnar í Kaupmannahöfn 1929. Var það samþykt samkvæmt tillögu Árna Eggertssonar eldra og Kl. Jónassonar. Séra N. S. Thorlaksson var kosinn til þess hlutverks í einu hljóÖi. 3. Áhugi mikill fyrir því máli, aÖ auka og efla heimatrúboÖs- starf vort. Veittur $300 styrkur til Hallgríms safnaÖar í Seattle fyrir næsta ár. Annars er umsjón á starfinu i höndum fram- kvæmdarnefndar. Gert ráÖ fyrir að verja til þess $1,200 á árinu. 4. í fyrra var tekjuhalli i heiðingjatúboÖssjóði, sem nam $350. Nú er hann jafnaður og ofurlitið fram yfir, svo auðvelt ætti aö vera á árinu að hafa upp það, sem þarf í viðbót til að greiða $1,200 af launum trúboðans, eins og áður. Ágæt skýrsla frá séra Octavíusi, trúboða vorum i Japan, var lögð fyrir þingið. Einnig frábært bréf frá konu trúboðans frú Carólínu. Heyrði eg leikmann, sem verið hefði með þvi að færa niður tillag vort til heiðingjatrúboðs, segja að bréf þetta hefði algerlega breytt huga sínum í því efni. 5. Fjárhagur bættur. Starfið gengið ágætlega við skólann { vetur, undir stjórn ungfrú Salóme Halldórsson. Séra Rúnólfur Marteinsson tekur aftur við skólastjórn. Ungfrú Hálldórsson verður kenslustjóri. Sérs'tök viðleitni að vera gerð til þess að fá nemendur að skólanum. 6. Betel, áfram óskabarn kirkjufélagsins. Heimilið altaf fullskipað og margir, sem bíða eftir inntöku. Fjárhagurinn í góðu lagi. 7. og 8. Engin sérstök nýmæli. Minst með gleði og þakklæti ungmennamótsins í vetur, sem leið, og hugur á ]jví að slík mót mættu verða haldin í framtíðinni. Áhugi fyrir sunnudagaskólun- um. Sunnudagaskólunum að vera sérstaklega helgaður einn sunnudagur á árinu. Málin falin framkvæmdarnefndinni. 9. “Sam.” og Gjörðabók komi út eins og áður. Sunnudaga- skólabókin endurprentist. 10. Tekjuafgangur í öllum sjóðum hjá féhirði kirkjufélags- ins. Betri afkoma en til margra ára. 11. Breyting á tilhögun kirkjuþinga, nýtt mál. I)r. Björn upphafsmaður þess. Vildi að ikirkjuþingin mættu vera andlegri. Allir sammála því. Nokkur ágreiningur um hvernig það mætti verða. Dr. Björn vildi að starfsmál kæmu miklu minna til greina

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.