Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.07.1927, Blaðsíða 23
213 Björnson, hvatti þjóÖ sína til þátttöku í þeirri hátítS. Úr ávarpi hans til NorÖmanna eru þessi orð tekin: “Hverjum, að undanteknum höfundi kristindómsins og hin- um fyrstu lærisveinum hans, myndum vér eiga að þakka norskan kristindóm, þjóðmenning þá, sem vér höfum eignast, löghlýðnina og íþróttina, sem kristindómurinn hefir hjá oss getið, eins og Ólafi helga ?"‘— Tel eg hér nokkurar ástæður færðar fvrir því: 1. Að goðatrúin er austræn eins og kristindómurinn. 2. Að ýmsir meðal íslenzkra landnámsmanna voru kristnir og aðrir fallnir frá heiðni, er komin var þá að hruni, og 3. Að kristindómurinn hafi ekki reynst íslendingum mar- tröð, er drepið hefir þrek og þjóðlegan þroska. Eg er ekki viss urn, að ýmsir þeirra er horfa á forna heiðni sem Mekka mannsandans, hafi gert sér glögga hugmynd um heið- indómslífið eins og það var í raun og veru til forna. Heiðingja postulinn mikli, Páll frá Tarsus, er vafalaust hafði náin kynni af hugarfari og lífi heiðinna manna, lýsir ávöxtum þess þannig: “Þeir hafa umhverft sannleika Guðs í lýgi, og göfgað og dýrkað skepnuna í stað skaparans, — brunnið í losta sínum, ■—• — fyltir alls konar rangsleitni, vonzku, ágirnd, ilsku, fúllir öfundar, manndrápa, deilu, sviksemi, illmensku; rógberar bakmálugir, guðshatarar, smánarar, hrokafullir, gortarar, hrekk- vísir, foreldrum óhlýðnir, óskynsamir, óáreiðanlegir, kærulausir, miskunnarlausir.”— Örðugt er að átta sig á hörmulegri lífsmynd en Páll hefir hér gefið, með ávexti menningarlífsins heiðna hjá sjálfum Grikkj- um og Rómverjum fyrir augum. Heiðni heimurinn var óneitanlega þungt haldinn af illum anda, engu síður en dóttir kanversku konunnar. Ekki skorti held- ur trúarbragða ofstækið hjá heiðingjunum. Pyrir vanþóknun þeirra, er með völdin fóru, dóu saklausir menn unnvörpum. hræði- legum píslardauðdögum. Fyrir smá brot eða grunsemi eina voru menn þá kvaldir til dauðs. Lýðnum var skemt með þvi, að varpa ákærðum mönnum fyrir hungruð Ijón. Með höfðingjum var einn þáttur risnu þeirra, að hella hiki yfir sakborning og kveikja í. Kom það í stað flugelda nútímans. Frændvíg voru tíð. Menn vógu börn sín, bræður, mæður og maka. Mælt er, að af lýð borganna hafi 4 af 5 verið ánauðugir menn, er kristindómur- inn hóf göngu sína. Til voru svæði utan borga, þar sem þeirn börnum heiðingja, er þeir báru út, var ætlað að deyja úr hungri eða harmi. Var slíkt athæfi eitt viðfangsefni frumkristninnar.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.